- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 21 2015 11:43
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Mótið hefst fimmtudagskvöldið 30.apríl á 100m, 150m og 250m skeiði. Peningaverðlaun verða veitt fyrir 1.sæti í þeim greinum sem keppt verður í á fimmtu dagskvöldinu og vegleg verðlaun í boði fyrir 2-3.sæti.
Skráning er hafin og lýkur henni á miðnætti 27.apríl.
Skráningargjöld eru eftirfarandi:
Nánar...
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 21 2015 09:29
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæur Harðarfélagar.
Nú er komið að hinni árlegu Fáksreið, en hún verður laugardaginn 25.apríl nk. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00. Fáksmenn eru þegar farnir að undirbúa sig og búast við 200 manns.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ferðanefndin.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 20 2015 21:47
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi á sumardaginn fyrsta. Mæting er við reiðhöllina kl.10.00. Eftir hreinsunina verða grillaðir "borgarar". Eftir það fara allir að græja hestana sína og sjálfan sig og mæta í firmakeppnina kl.14.00 með númerin sín. Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pllar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn flokkur. verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.
Hlökkum til að sja ykkur.
Umhverfisnefndin