- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 22 2015 17:41
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Bygginganefnd vegna stækkunar á Harðabóli leitar eftir viljugum sjálfboðaliðum til að taka að sér einstaka verkþætti sem vinna þarf á næstu 4 vikum. Helstu verkþættir sem eftir eru:
1. Einagrun og rakasperra útveggja og þétting glugga og hurða að innan
2. Einangrun og rakasperra þaks
3. Lagna- og afréttingagrind innveggja og lofts
4. Gifsklæðning útveggja og áfellur að gluggum og hurðum
5. Panelklæðning lofts
6. Parketlögn
7. Smíði og uppsetning á léttum fellivegg til að loka á milli sala
8. Þakkantur og flasningar
9. Útveggjaklæðning
10. Rennur og niðurföll ásamt tengingu við drenlögn
Nú er bara að taka á því og gefa sig í að ljúka verkefninu sem fyrst, þannig að við getum tekið stækkunina í notkun fyrir árshátíð Harðar í lok mars.
Hafa má samband við Gunnar í síma 822-4402 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, janúar 16 2015 13:24
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru félagsmenn!
Minni à það að rúllur og rúlluplast eiga ekki heima fyrir utan hesthúsin frekar en annað dót. Rúlluplastið fýkur út um allt og fælir hrossin. Vinsamlegast gangið frà plastendum til að forðast slys, gott er að setja net yfir rúllurnar! Einnig bendum við á þar til gert rúllustæði.
Í samþykkt um hverfið segir : Þeir, sem nota hesthús í hverfinu, skulu ganga vel um umhverfi sitt. Bannað er að skilja eftir hvers konar rusl eða annað óviðkomandi utanhúss, s.s. sagpoka, heyrúllur og rúllubaggaplast, timbur og verkfæri.