- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 21 2015 09:29
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæur Harðarfélagar.
Nú er komið að hinni árlegu Fáksreið, en hún verður laugardaginn 25.apríl nk. Lagt verður af stað úr Naflanum kl.13.00. Fáksmenn eru þegar farnir að undirbúa sig og búast við 200 manns.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Ferðanefndin.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 20 2015 21:47
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi á sumardaginn fyrsta. Mæting er við reiðhöllina kl.10.00. Eftir hreinsunina verða grillaðir "borgarar". Eftir það fara allir að græja hestana sína og sjálfan sig og mæta í firmakeppnina kl.14.00 með númerin sín. Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pllar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn flokkur. verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.
Hlökkum til að sja ykkur.
Umhverfisnefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 17 2015 13:33
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Æfingamót verður haldið miðvikudaginn 22.apríl. Mótið byrjar kl.16.00. Skráning fer fram í reiðhöllinni mánudaginn 20.apríl kl.19.00 - 20.00. Keppt verður í hefðbundnum íþróttagreinum fyrir börn, unglinga, ungmenni og fullorðna, 4g, 5g, T3 og T7. Keppendur fá umsagnir frá dómurum og ekki verða riðin úrslit. Skráningin kostar 1.000kr. Þeir sem eru á keppnismámskeiði fá frítt. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Einnig veitir Magnús Ingi upplýsingar í síma 8993917. Hvetjum alla til að mæta.
Eldgamla mótanefndin