Peningaverðlaun á WR Íþróttamóti Harða
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 23 2015 19:31
- Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Nú er komið að hinni árlegu firmakeppni. Hún verður haldin á sumardaginn fyrsta kl.14.00. Skráning er í reiðhöllinni um morguninn. Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pollar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn flokkur. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.
Hlökkum til að sja ykkur
Firmanefndin
Sæl verið þið
Sonja Noack reiðkennari ætlar að bjóða upp á stöðupróf í knapamerki 1 og 2. Hún ætlar að hafa nokkra æfingartíma fyrir stöðuprófið og ætlar líklegast að byrja á fimmtudaginn eftir viku. Þið sem hafið áhuga endilega verið þið í sambandi við hana annað hvort í síma 8659651 eða á facebook.
Skráningarfrestur er til 24 aprí næstkomandi
Kostnaður er 12000 krónur og inní því eru þrír 30 mín einkatímar auk prófgjalds.
Minnum jafnfram á að lesa þarf bækurnar þvi ekki verður farið í bóklega kennslu.
12 ára aldurtakmark er í knapamerki 1 og 2 og 14 ára í knapamerki 3
Kær kveðja
Æskulýðsnefnd og yfirkennari Harðar.