- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 20 2015 21:47
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Nú er komið að hinum árlega hreinsunardegi á sumardaginn fyrsta. Mæting er við reiðhöllina kl.10.00. Eftir hreinsunina verða grillaðir "borgarar". Eftir það fara allir að græja hestana sína og sjálfan sig og mæta í firmakeppnina kl.14.00 með númerin sín. Keppt er í hefðbundnum flokkum. Pllar, börn, unglingar, ungmenni, konur 1, konur 2, karlar 1, karlar 2, heldri menn og konur og opinn flokkur. verðlaunaafhending verður í Harðarbóli, þar sem seldar verða vöfflur og kakó.
Hlökkum til að sja ykkur.
Umhverfisnefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 17 2015 13:33
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Æfingamót verður haldið miðvikudaginn 22.apríl. Mótið byrjar kl.16.00. Skráning fer fram í reiðhöllinni mánudaginn 20.apríl kl.19.00 - 20.00. Keppt verður í hefðbundnum íþróttagreinum fyrir börn, unglinga, ungmenni og fullorðna, 4g, 5g, T3 og T7. Keppendur fá umsagnir frá dómurum og ekki verða riðin úrslit. Skráningin kostar 1.000kr. Þeir sem eru á keppnismámskeiði fá frítt. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Einnig veitir Magnús Ingi upplýsingar í síma 8993917. Hvetjum alla til að mæta.
Eldgamla mótanefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, apríl 17 2015 08:43
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í næstu viku ætlum við að fagna sumri og halda firmakeppnina okkar. Því viljum við biðja þá sem eiga númerin sem notuð hafa verið að finna þau og nota í keppninni. Verðlaunaafhending verður í Harðarbóli og seldar verða vöfflur og kakó. Nánar auglýst síðar.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 16 2015 13:56
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á næstu dögum verður ónýtt dót og drasl sem er á félagssvæði Harðar fjarlægt. Þeir sem eiga þetta hafa nokkra daga til að fjarlægja þetta sjálfir, að öðrum kosti fjarlægir Mosfellsbær þetta.