- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 20 2017 10:41
-
Skrifað af Sonja
Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.
Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 16 til 21. árs á árinu 2018.
Valið er í afrekshóp til eins árs í senn. Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og keppnisárangur síðustu tvö keppnisár. Taka þarf sérstaklega fram hvaða mót, sæti og einkunn.
Kostnaður knapa er kr. 80.000 fyrir árið (Hægt að dreifa).
Viðburðir á vegum verkefnisins verða fjórir á árinu og er skyldumæting í þá alla.
Nánari dagskrá mun liggja fyrir í byrjun janúar.
Liðstjóri hópsins verður Arnar Bjarki Sigurðarson
Umsóknarfrestur er til og með 5.janúar 2018 og skulu umsóknir berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
ATH: Þeir sem voru í afrekshóp LH 2017 þurfa að endurnýja sína umsókn til að eiga möguleika á að halda áfram.
Arnar Bjarki veitir nánari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Metnaðarfullt verkefni og einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja keppnishestinn upp á markvissan hátt.
Stjórn LH

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, desember 19 2017 17:50
-
Skrifað af Sonja

Forsala miða á LM2018 er í fullum gangi og miðarnir rjúka út, enda er miði á Landsmót mögnuð gjöf í jólapakka hestamannsins! Getur ekki klikkað!
Verslanir Líflands um allt land selja miða og gjafabréf á LM2018 og einnig er hægt að fá miða á skrifstofu LH í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á tix.is
Verð á vikupössum í forsölu:
- Fullorðnir 15.900 kr.
- Unglingar 7.900 kr.
Um áramótin hækkar miðaverðið í 18.900 kr. og 8.900 kr. svo það borgar sig að nýta sér forsöluverðið. Aðeins 3.500 miðar í boði á þessu verði gott fólk!
Gleðilega hátíð!
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 16 2017 14:52
-
Skrifað af Sonja
Vertu uppá þitt albesta þegar á reynir!
Hinrik Sigurðsson, reiðkennari og þjálfari
• Hef ég getu og hæfileika til þess að ná árangri en á erfitt með að ná fram mínu albesta þegar á reynir?
• Hvað stjórnar því að ég geri svona en ekki hinsegin? Sérstaklega í aðstæðum sem krefjast mikils af mér?
• Get ég breytt því hvaða ákvarðanir ég tek og aðgerðum mínum í stressandi aðstæðum?
• Gengur mér vel ef mér líður vel?
Svar JÁ
Hinrik Sigurðsson heldur fyrirlestra um mikilvægi hugarfarsþjálfunar og gefur góð ráð og verkfæri til þess að bæta árangur með réttu hugarfari. Hann talar um jákvæð samskipti, líkamstjáningu, stjórnun á stemningu, viðhorf og mikilvægi þess að búa til réttar forsendur til þess að ná árangri. Allt til þess að hver einstaklingur geti fundið sér markmið við hæfi, hvernig hann getur unnið markvisst að því að ná þeim og hvað þarf til.
Hinni hefur starfað sem reiðkennari í 15 ár víða um heim og hefur sérstakan áhuga á markmiðasetningu og hugarþjálfun íþróttafólks og heldur námskeið og fyrirlestra um efnið.
Hvar: Hardarboli
Dagsetning: 4. Janúar 2018
Tíma: Kl 18.00 til sirka 19.00
Kostar: 500kr enn innifalið fyrir Þáttakendur á keppnisnámskeiðinu 2018
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, desember 15 2017 20:51
-
Skrifað af Sonja
Ágætu félagar,
Í ljósi umræðunnar um kynferðislegt áreiti og ofbeldi og #METOO samfélagsmiðlabyltingarinnar er ekki úr vegi að benda á það efni sem nú þegar er til hjá ÍSÍ um þetta málefni eða getur hjálpað til ef málefni af þessu tagi kemur upp. Það er félögum og öðrum sambandsaðilum sjálfsagt að nýta allt það efni sem er til staðar.
* Bæklinginn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum sem má finna á slóðinni http://isi.is/fraedsla/forvarnir/kynferdislegt-ofbeldi-i-ithrottum/
* Hegðunarviðmið ÍSÍ (siðareglur) geta félög haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/hegdunarvidmid.pdf
* Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum http://isi.is/library/Skrar/throunar--og-fraedslusvid/Fraedslubaeklingar/vidbragsaaetlun_isi_vid_ovaentum_atburdum.pdf
Það þarf varla að taka það fram að besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins. Síðast en ekki síst skal benda á að ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.