- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 26 2017 12:38
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þann 28. apríl verður sýnikennsla með frábærum knöpum í Meistaradeildinni.
Knapar úr liði HRÍMNIS / EXPORT HESTA verða með sýnikennslu til styrktar Fræðslunefnd Harðar.
Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og Hanna Rún Ingibergsdóttir munu sýna listir sínar og veita góð ráð í reiðmennsku. Þema sýningarinnar er þjálfun reiðhesta með áherslu á gangtegundir. Eftir sýninguna gefst tækifæri til að spjalla.
Sýnikennslan verður í reiðhöllinni í Mosfellsbæ.
Húsið opnar kl: 19:00
Þetta er einstakt tækifæri til að fá góð ráð hjá þessum þremur frábæru knöpum og sjá þau að störfum. Kennd verður m.a. einföld tækni sem auðvelt er að tileinka sér til að bæta hestinn sinn.
Eftir sýnikennsluna verður aðstaðan og sérútbúnu hnakkarnir til sýnis og hægt verður að spyrja spurninga og fræðast nánar um starfið sem Fræðslunefnd Fatlaðra býður uppá. Það verður sjoppa á staðnum sem mun selja gos, bjór, kakó og með því ásamt ljúffengu súpunni hennar Fríðu. Svo verður gítarstemning og fjör eftir sýninguna. Miðaverð 1500 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur, Fræðslunefnd fatlaðra og Hrímnir / Export hestar.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 25 2017 11:00
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Keppnisnámskeið framhald
4 maí næskomandi mun seinni hluti keppnisnámskeiðs æskulýðsnefndar hefjast.
Kennt verður tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum í 20 mín einkatímum, tímasetning auglýst síðar.
Kennslan mun fara mest fram út á hringvelli félagsins.
Kennari er Fredrica Fagerlund
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu, mest einkatímar til að ná því besta fram í hverjum knapa og hesti.
Námskeiðið er fyrir börn 10 ára og eldri sem stefna að þátttöku í keppni, reynsla æskileg
Verð 19.000,-
Skráning skal eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi) og er nú þegar hægt að skrá sig:
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
- Velja námskeið.
2. Velja hestamannafélag (Hörður).
3. Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.is og sækja um aðild).
4. Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur).
5. Setja í körfu.
6. Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.
Námskeiðið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 25 2017 10:29
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Firmakeppni Harðar 2017
Hin árlega Firmakeppni Harðar verður Haldin að Varmárbökkum þann 1 maí næstkomandi kl. 13.00.
Skráning verður í félagsheimili Harðar kl 11.30-12.30. Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
pollaflokki
barnaflokki
unglingaflokki
ungmennaflokki
konur 1 og 2
karlar 1 og 2
heldri menn og konur
opinn flokkur
Fyrikomulag keppninnar:
Keppni polla og barna fer fram inná á hringvellinum
Keppni í öðrum flokkum er á beinnu brautinni.
Farið eftir leiðsögn þular hæg og frjáls ferð.
Keppendum er frjálst að velja gangtegund (tölt, brokk eða skeið.)
Verðlaunaafhending verður í vöfflukaffi í Harðarbóli eftir að móti lýkur.
Kveðja
Stjórn Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 24 2017 21:29
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Næstkomandi laugardag 29.apríl munu Harðarfélagar ríða í Fák.
Lagt verður á stað kl 13 úr Naflanum
Kveðja
Ferðanefnd Harðar