Vorið á næsta leiti
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 05 2017 08:38
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagar
Reiðhöllinn er lokuð milli 12-14 á morgun laugardag vegna páskafitness æskulýðsnefndar.
Allir eru velkomnir að koma og taka þátt
Kv æskulýðsnefnd
Páskafitness Æskulýðsnefndar Harðar verður laugardaginn 1. apríl 2017 kl 12:00 í reiðhöllinni. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á þennan skemmtilega viðburð eða börnum, unglingum og ungmennum sínum . Við munum skipta okkur í lið og fara saman í gegnum skemmtilegar þrautir, s.s.
Pokahlaup
Hjólbörurallý
Skeifu- og stígvélakast
og margt fleira skemmtilegt
Að leikum loknum bjóðum við uppá vöfflur og heitt kakó og að sjálfsögðu fá öll börn félagsmanna páskaegg.
Hlökkum til að sjá sem flesta Harðarfélaga með kveðju æskulýðsnefndin
Nú fer að líða að Dymbilvikusýningu Spretts þann 12.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli félaga um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.
Okkur þætti vænt um ef þið hafið tök á að aðstoða okkur um að finna 3-6 hesta sem koma fram sem fulltrúar ykkar félags til að mæta á sýninguna og taka þátt í þessari léttu keppni.
Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:
Þeir sem hafa áhuga hafið endilega samband við Gunna Vals í síma 893 0094 eða Elías Þórhals í síma 898 1028