Áburður
- Nánar
- Skrifað þann Laugardagur, maí 13 2017 08:59
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Áburður afhentur í dag laugardag 13 maí í reiðhöll frá 10-12.
Beitarnefnd
Áburður afhentur í dag laugardag 13 maí í reiðhöll frá 10-12.
Beitarnefnd
Íþróttamót Harðar verður haldið á Varmárbökkum helgina 19. -21.maí 2017. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum í eftirfarandi flokkum:
Meistaraflokk
1.flokkur
2.flokkur
Ungmennaflokkur
Unglingarflokkur
Barnaflokkur
100m skeið
Skráningargjaldið er í hringvallargreinarnar 3000kr í barna og unglingaflokk og 4500kr í fullorðinsflokka. Við hlökkum til að sjá sem flesta í Mosfellsbænum og lofum við góðri skemmtun.
Skráning er http://skraning.sportfengur.com/
Skráningu lýkur þann 17. maí.
Skráning telst ekki gild nema að greiðsla hafi borist
Mótanefnd áskildur sér þann rétt að fella niður eða sameina í flokka ef ekki næst næg skráning
Kær Kveðja Mótanefnd Harðar
Firmakeppni Harðar
Á sunnudaginn var firmakeppni Harðar haldin í blíðskaparveðri. Þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur og dómara mótsins Sævari Leifssyni.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Pollar:
Barnaflokkur:
Unglingaflokkur:
Ungmennaflokkur:
Konur 2:
Konur 1:
Karlar 2:
Karlar 1:
Heldri menn og konur:
Kveðja
Stjórn Harðar
Formannsfrúarreið Harðarkvenna 2017
Laugardaginn 13. maí
Sælar stelpur. Skráning er hafin í FORMANNSFRÚARREIÐINA 2017
Í ár verður riðið frá SÖRLA í Hafnarfirði og heim í Mosó. Skipulag dagsins verður eftirfarandi:
Við söfnumst saman í NAFLANUM kl.10:00, TILBÚNAR með öll reiðtygi og pakkaða hnakktösku.
Þar verður boðið upp á brjóstbirtu bæði styrkta og óstyrkta áður en lagt verður af stað með rútu í Sörla.
Lilla verður farastjóri. Ferðin er 25 km. Þær sem ætla ríða alla leið þurfa tvo þjálfaða hesta hver. Gott stopp verður í Kransinum við Elliðavatnsbrúna, þar fáum við kaffi, brauð, kakó og kruðerí. Í þessu stoppi er tilvalið að skipta um hest.
Áætluð heimkoma er um kl. 18:00 og þá göngum við frá hestunum og hittumst í Harðarbóli í fordrykk og skálum fyrir okkur og góðum degi. Síðan er boðið upp á glæsilegan kvöldverð og skemmtun þar sem við syngjum og tröllum saman. Hver kona sér um drykkjarföng fyrir sig með- og eftir mat.
Þær konur sem ætla með greiða kr. 12 þús inná reikn: 0701 26 11201 kt. 010959-5279.
INNLEGG Á REIKNING TELST SKRÁNING Í FERÐINA ( Kristín Halldórs heldur utan um skráninguna)
Hver kona sér um að koma sínum hesti í Sörla. Bjössi er búin að taka morgunin frá fyrir þær sem vilja láta flytja hesta fyrir sig. Hann tekur 2000 kr fyrir hestinn. Annars reynum við að hafa samráð með flutninga í kerrum.
Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:
ATHUGA VEL JÁRNINGAR Á HESTUM!
Það er gott að gefa hestunum vel að éta kvöldinu áður og snemma að morgni ferðadags. Við klæðum okkur eftir veðrinu, sem getur verið ansi fjölbreytt yfir heilan dag. Auka taumur, skeifa, baggabönd, nammi fyrir hestinn, vatnsflösku og lítinn pela með brjóstbirtu, ef það verður kalt á leiðinni
Það verður eitt stórt kaffistopp við Elliðavatn, þar sem verður boðið upp á GOTT KAFFI OG MEÐLÆTI ?
En annars er prógrammið eins og áður:
Það er mikilvægt að hver kona hugsi fyrir öllu sem hún þarf fyrir ferðina og sé sjálfbær. Eins og vitað er, er Lilla fararstjóri og stjórnar reiðinni, ríður fremst og við fylgjum 3-4 hestlengdum á eftir henni. Riðið er á ferðahraða og mikilvægt að fylgja hópnum. Lilla ræður hvar er áð og hve lengi. Þegar við áum hugum við strax að hesti og reiðtygjum, pissa, borða og gera klárt það sem þarf að laga áður en lagt er af stað næst og slappa svo af, þangað til Lilla kallar JÆJA, því næsta kall verður, HNAKKUR, þá þurfa allar konur að stíga á bak, það er tillitslaust að láta stóran hóp bíða eftir sér. Þetta er allt okkur til þæginda, svo við komum til baka á þokkalegum tíma, því leiðin er um 25 km og við viljum ekki vera lengur en 5 tíma á leiðinni. Þetta verður æði stelpur?
Bestu kveðjur, Kristín K, Kristín H og Lilla