- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, október 23 2017 20:59
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Sonja Noack hefur tekið við starfi Oddrúnar Ýrar hjá Herði. Hún mun sjá um tölvupóst félagsins, heimasíðu/feisbook, bókun og sölu á lyklum í reiðhöll og skipulag námskeiða svo eitthvað sé nefnd.
Hægt er að ná í Sonju í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Kveðja stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, október 02 2017 09:00
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2018. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum.
Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nóvember næskomandi.
Kveðja stjórn Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 25 2017 23:44
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Við hjá Hestamannafélaginu Herði héldum kynningarfund á starfsemi reiðskóla fyrir fatlað fólk mánudaginn 11. september sl. Á fundinum kynntum við reiðnámskeið fyrir fatlaða sem við höfum verið með frá árinu 2010 í reiðhöll okkar Harðarmanna þar sem Björn Gylfason (Bjössi) var settur á bak og svo teymdur um höllina á hesti sínum.
Kynntum við jafnframt hugmynd og framtíðasýn okkar Harðarmanna um fyrirhuguð sérstaks félags um stofnun reiðskóla fyrir fatlað fólk, með aðild allra hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur fundarins.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, september 25 2017 21:55
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Við í stjórn Harðar óskum eftir sjálfboðaliðum í eftirfarandi nefndir fyrir komandi ár 2018
Við viljum endilega sjá sem flesta með okkur í nefndunum því án ykkar kæru félagasmenn munu þær nefndir sem ekki næst að manna í leggjast í dvala um ókomin tíma.
Þeir sem vilja vera með okkur sendið gjarnan skilaboð á feisbook eða sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.