- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 07 2017 10:08
-
Skrifað af Sonja
Hestakvennafélagið Djásnin
í samstarfi við hestamannafélagið Hörð kynna:
Reiðmennska er ekki geimvísindi!
Benedikt Líndal tamningameistari FT verður með fyrirlestur og svo sýningu í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 18. nóvember klukkan 16:00.
Aðgangseyrir er 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri. Boðið verður upp á kaffi.
Erum við að flækja hlutina of mikið? Benedikt ætlar að segja og sýna okkur hvernig við getum komist í samband við léttleikann og ánægjuna í hestamennskunni og hvaða leiðir hægt er að fara að því markmiði. Hann verður með hross á ýmsum stigum þjálfunar, ólíkar hestgerðir og sýnir í raun hvað rétt uppbygging og einföld nálgun getur skipt miklu máli.
Benedikt Líndal er hestamönnum af góðu kunnur, tamningameistari FT og hefur lagt stund á kennslu, þjálfun og tamningar bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstýr í áratugi. Hann hefur gefið út fræðsluefni og hannað reiðtygi svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að til stendur að Benedikt verði með reiðkennslu í vetur hjá Herði.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, nóvember 07 2017 09:22
-
Skrifað af Sonja
Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.
Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður
góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.
Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des..
Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason
Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og
sunnudagur 2 kennslustundir
Námskeiðið samanstendur af:
Bóklegt x 3 skipti
Sýnikennsla x 3 skipti
Verklegar kennslustundir x 15 skipti
Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi
laugardag og sunnudaga.
Verð: 65.000 þúsund
Hægt verður að leiga sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu
verði. Upplagt að nýta sér aðsöðunna til þjálfunar og tamninga á milli
námskeiðshelga.
Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 8445546/8946343
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 06 2017 14:52
-
Skrifað af Sonja
Viðurkenningar fyrir knapamerki eru komnar í hús og fengu þáttekendur afhent í bóklegt tíma. Gaman að seigja frá því að við erum með metþáttöku í knapamerki 5 núna enn það eru 8 þátttakendur.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 03 2017 11:00
-
Skrifað af Sonja
Hér kemur drög af stundatöflunni / námskeiðar 2018
ATH: Þetta er með fyrirvara um breytingar! Getur breytast eftir því hvernig skráningar verða.
Mánudagar
Kl 16 Almennt reiðnámskeið Fullorðnir
Kl 17 Strákanámskeið – Fjörnámskeið
Kl 18 Töltnámskeið Karlmenn
Kl 19-21 Knapamerki 5
Þriðjudagar
Kl 16 Knapamerki 1&2
Kl 17 Knapamerki 3
Kl 18 Knapamerki 4
Kl 19 Vinna v/hendi
Kl 20 Bókað höll
Miðvikudagar
Kl 16 Knapamerki 5
Kl 17 Knapamerki 5
Kl 18-22 Töltgrúppan
Fimmtudagar
Kl 16 Knapamerki 4
Kl 17 Almennt reiðnámskeið krakkar
Kl 18 Almennt reiðnámskeið krakkar
Kl 19 Keppnisnámskeið
Kl 20 Keppnisnámskeið
Föstudagar
Kl 17 Knapamerki 3 (2x í mánuði)
Einkatímar og Reiðmaðurinn (1x í mánuði)