Efnilegasti knapi Harðar árið 2005

Ákveðið hefur verið að efnilegasti knapi Harðar í ungmenna- unglinga- og barnaflokki árið 2005 verði sá knapi sem hlítur flest stig á innanfélagsmótum Harðar á árinu. Knapi getur aðeins hlotið þessa viðurkenningu einu sinni.

Nýjar reglur um hjálmanotkun

Við vekjum athygli á nýjum reglum um hjálmanotkun á mótum en þær ganga út á það að hjálmurinn verður að vera af viðurkendri gerð, þ.e. merktur með CE 1384. Innan í hjálminum er einnig skráð hvaða ár á að hætta að nota hjálminn. Allir aðrir hjálmar eru ólöglegir á mótum samkvæmt FIBO reglum sem við Íslendingar höfum nú tekið upp.

Tilkynning frá stjórninni

Að gefnu tilefni lýsir stjórn Hestamannafélagsins Harðar yfir fullum stuðningi við störf barna og æskulýðsnefndar félagsins, hinsvegar harmar stjórnin að ekki skuli hafa verið nákvæmar verklagsreglur til leiðbeiningar um val á knapa ársins og efnilegasta knapa í hverjum flokki. Að ofansögðu mun stjórn Harðar beita sér fyrir að nýjar verklagsreglur verði tilbúnar til samþykktar fyrir næsta aðalfund.

Fréttablað Harðar

Við erum að fara að gefa út fréttablað sem sent verður út til allra 500 félagsmanna okkar, þeir sem vilja koma að aulglýsingum í þetta blað geta haft samband á hordur@hordur.net

hordur.net verður hordur.is

Hörður hefur fengið nýtt lén. Heimasíðan er því hordur.is og póstfangið hordur@hordur.is hordur.net er þó áfram virkt

Þorrablóti aflýst

Fyrirhuguðu þorrablóti félagsins sem fara átti fram á laugardaginn 22.janúar hefur verið aflýst vegna áhugaleysis félagsmanna. Því miður var fyrirvarinn stuttur og margir búnir að ákveða að gera annað á þessum tíma. Við stefnum á að halda veglegt þorrablót að ári.