- Nánar
-
Flokkur: Stjórnin
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 10 2005 12:00
-
Skrifað af Stjórnin
Kór allra hestamanna á stór Reykjavíkursvæðinu hóf starfsemi sína í haust.
Æfingar hafa verið í Hofstaðaskóla undir dyggri stjórn Gróu Hreinsdóttur.
Skömmu fyrir jól hélt kórinn tónleika í Fríkirkjunni ásamt 4 öðrum kórum sem Gróa stjórnar.
Kórinn telur nú um 25-30 manns og er það von okkar að við getum orðið ennþá fleiri og sameinað sem flest söngfólk í hestamennskunni.
Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 13. janúar í Hofstaðaskóla kl 20.00.
Nú er rétta tækifærið til að skella sér með, þar sem byrjað verður að æfa ný lög, það eru allri velkomnir sem hafa gaman af því að syngja.
Ekki er vænst sérstakrar söngkunnáttu eða færni í nótnalestri.
Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um starfið geta hringt í Dagný í s. 8205305, Sirrý í s. 8448000 eða Elsu í s.8635361.