- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 04 2022 09:22
-
Skrifað af Sonja
Nú ætlum við sjá hvort við náum ekki að blása til árshátíðar með stuttum fyrirvara og fagna áfléttingu covid takmarkana.
Staðurinn er Harðarból og dagsetningin er 12 mars. Já við erum að tala um þar næstu helgi:)
Húsið opnar kl: 18:30 með fordrykk.
Grillvagninn mætir á staðinn og verður með lamb og kalkún og allt fína meðlætið. Einnig er vegan réttur (athu þarf aðláta vita).
Veislustjóri er Þröstur 3000, sem sér um að halda uppi aga í borðhaldi og keyra stuðið í gang á dansgólfinu.
Enginn annar en Eyþór Ingi skemmtir okkur með söng og glensi og sér svo um ballið.
Miðaverð fyrir þennan pop-up viðburð er aðeins 9.500 kr.
Skráning fer fram með að skella tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (látið vita ef þið vilið vegan) og einnig millifæra á eftirfarandi reikning: kt.650169-4259 0549-26-4259 , senda kvittun bæði á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 8. mars.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 03 2022 10:39
-
Skrifað af Sonja
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis.
Max 6 manns. Nemendur fá hest til afnota.
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 18:00
Dagsetningar 2022:
08. mars
15. mars
22. mars
29. mars
05. apríl
12. apríl
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, febrúar 27 2022 22:09
-
Skrifað af Sonja
Námskeið með Auði Sigurðardóttir
Ör-námskeið í hestanuddi og verklegar æfingar - Dagsnámskeið Sunnudagur 6.3.2022
Fyrri hluti dags - um kl. 11 - 13 í Hardarboli
Efni fyrirlestrar er m.a. :
* Helstu vöðvahópa hestsins,staðsetningu og hlutverk.
* Helstu nuddgrip sem eru notuð - lýsing og notkun
* Hvenær nuddmeðferð er viðeigandi og hvenær ekki á að nota nuddmeðferð.
* Hver eru helstu vandamálin eru og hvernig við getum notað
nuddmeðferð til að bæði fyrirbyggja og meðhöndla.
Seinni hluti dags - um kl. 13:30 - 16/17 - fer eftir fjölda osfrv.
* Verkleg kennsla þar sem nemendur verða 2 með einn hest og æfa sig og fá leiðsögn
* Nuddaðferðir og æfingar
Innifalið er fræðsla og ráðgjöf - allir fá með sér heim efni
sem ég dreifi til þátttakenda sem tengist námskeiðinu.
Hámarksfjöldi er 20 þátttakendur.
Takið með ykkur nesti fyrir hádegispásu
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur