- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 29 2013 11:52
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Fimmtudaginn 2.maí n.k. verður gámur undir plast við Reiðhöllina í Herði. Það á AÐEINS að setja plast í gáminn, engin bönd eða annað rusl. Stefnt er að því að fá aftur gám undir plast um mánaðamótin maí - júní. Starfsmaður verður við gáminn.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 27 2013 20:44
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Um 60 Harðarfélagar fóru ríðandi í Fák laugardaginn 27.apríl. Veðrið var heldur risjótt, en fólk lét það ekki á sig fá. Tekið var á móti Harðarfélögum með frábærum veitingum að hætti Fákskvenna og þökkum við kærlega fyrir okkur.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 27 2013 20:40
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
26.apríl tók formaður Harðar á móti hópi eldri kennara sem eitt sinn kenndu í "gamla" Varmárskóla. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði skólamánuðina undir styrkri stjórn Birgis D. Sveinssonar sem var kennari og síðar skólastjóri við Varmárskóla í yfir 40 ár. Hópurinn hefur heimsótt fjöldann allan af fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum sl. 10 ár. Formaðurinn bauð uppá gúllassúpu og Líney Jósefsdóttir bakaði köku sem boðið var uppá í eftirrétt. Helgi Sigurðsson mætti og sagði frá sögu félagsins og síðan var farið í reiðhöllina þar sem mæðgurnar Katarína og Súsanna sýndu listir sína. Hópurinn hafði á orði hversu ótrúelga mikil starfsemi færi fram í Herði og hversu gaman væri að kynnast strarfinu og koma í reiðhöllina þar sem nánast enginn hafði komið áður. Þetta var mjög ánæguleg heimsókn og gaman að kynna starfið á þennan hátt.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, apríl 27 2013 20:37
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á sumardaginn fyrsta mætti fjöldi manns á hreinsundardaginn sem haldinn var hjá Hestamannafélaginu Herði. Fylltir voru tveir gámar og gaman er þegar félagarnir mæta og láta hendur standa fram úr ermum. Á eftir voru síðan grillaðar pylsur og hamborgarar.