- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 25 2016 14:25
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Guðmundur Ólafsson lést í síðustu viku 94 ára að aldri. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Harðar og jafnframt heiðursfélagi Harðar. Útför hans fer fram í Bústaðakirkju á morgun föstudag kl.13.00.
Hestamannafélagið Hörður sendir aðstandendum Guðmundar samúarkveðjur.
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, ágúst 22 2016 22:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Vatnið verður tekið af hesthúsahverfinu kl.18.00 á morgun þriðjudag. Þetta verður eitthvað fram eftir kvöldi.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 17 2016 22:17
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ auglýsir eftir hesthúsi til leigu eða hesthúsplássum (í sama húsi) haustið 2016 á svæði Hestamannafélagsins Harðarí Mosfellsbæ.
Um er að ræða 10 hross og leigutímabilið er frá 1. september til 15. desember.
Í hesthúsinu þarf að vera salernisaðstaða, kaffistofa og góð hnakkageymsla.
Áhugasamir eru hvattir til að senda tilboð til hestakennara FMOS Line Norgaard, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. ágúst. Nánari upplýsingar fást líka hjá Line í síma 866-1754.
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, júní 10 2016 09:33
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Kæru Harðarfélagar.
Nú þegar búið er að sleppa hrossum er um að gera að huga að því að fegra hverfið. Fljótlega verður farið í það að slétta umhvefis reiðhöllina og búa til bílastæði og stærra kerrustæði.
Einnig verður borið á Harðarból.
Þeir sem hafa geymt hey á rúllustæðinu eru vinsamlegast beðnir um að ganga frá eftir sig.
Við viljum því hverja ykkur kæru félagar að snyrta umhverfis hesthúsin ykkar, taka upp njóla, mála og fl.
Slippfélagið er með málningu fyrir okkur á góðu verði og þeir vita númerið á grænu málningunni.
TÖKUM NÚ HÖNDUM SAMAN OG FEGRUM HVERFIÐ