- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 18 2016 09:26
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Þar sem hagstæðir samningar tókust við innkaup í Formannsfrúarkarareiðina þá varð töluverður hagnaður af ferðinni eða 148.004 kr. þrátt fyrir glæsilegar veitingar allan daginn, bæði í fljótandi og föstu formi. Því hafa þeir sem stóðu að þessari ferð í samráði við "Formannsfrúnna" ákveðið að þessi upphæð renni í STÓLASJÓÐ HARÐAR.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 18 2016 09:22
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Á laugardaginn fóru 45 karlar í Formannsfrúarkarlareið Harðar og Helga Sig.
Byrjað var í Harðarbóli kl.8.00 í glæsilegum morgunverði, síðan var farið á Þingvelli þar sem boðið var uppá drykki og fleira. Riðið var í Hörð með góðum stoppum m.a í Fellsendaflóanum þar sem boðið var uppá kótilettur í raspi að hætti "Ragnhildar". Síðan var riðið í Hörð og þar tók á móti körlunum glæsileg veisla og mættu 55 karlar í matinn. Við þökkum öllum fyrir frábæran dag og Formannsfrúin biður kærlega að heilsa og þakkar öllum þeim sem gerðu daginn frábæran kærlega fyrir alla hjálp.

- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 17 2016 09:13
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Íþróttamót Harðar 2016!!
Verður haldið á Varmárbökkum helgina 20. -22.maí 2016.
Keppt verður í öllum hefbundnum greinum í eftirfarandi flokkum
Meistaraflokkur
1.flokkur
2.flokkur
Ungmennaflokkur
Unglingarflokkur
Barnaflokkur
Pollaflokkur 3gangur
Skráningargjaldið er í hringvallargreinarnar 3500kr og 2500kr í skeiðið, 1000kr í pollaflokk
Við hlökkum til að sjá sem flesta í Mosfellsbænum og lofum við góðri skemmtun. Skráning er á http://www.sportfengur.com/index.htm
Kær Kveðja Mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, maí 15 2016 22:47
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson

Auður frá Vik IS2009285533 hún hvarf úr girðingu á Kjalarnesi og er sárt saknað. Hún er ljósari á skrokkin í dag. Hún er taminn og vekur eftirtekt í reið.Ef einhver hefur hugmynd um hvar hún er niðurkomin má sá sami hafa samband í síma 7771001 Linda.