- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 21 2016 10:21
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Aðalfundur
Áður auglýstum aðalfundi sem halda átti 2.nóvember er frestað um viku og verður hann haldinn 9.nóvember
í Harðarbóli og hefst fundur kl. 20:00.
Efni fundarins:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar
Hér eru skjöl fundarins:Ársreikningur 2015-2016
Ársskýrsla 2015-2016
Árshlutauppgjör 2016 - áætlun 2016
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, október 14 2016 09:03
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Minnum á uppskeruhátíð Harðar sem haldin verður 28.október í Harðarbóli kl.19.30. Þangað er öllum sem starfað hafa fyrir félagið sl.ár boðið ásamt nefndum félagsins. Íþróttamaður Harðar verður valinn. Formenn nefnda eru beðnir um að boða sitt nefndarfólk og þá sem hafa starfað fyrir nefndina fyrir miðvikudaginn 26.okt. Vinsamlegast sendið nafnalista á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 05 2016 16:26
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagsmenn
Reiðhöllinn verður lokuð fimmtudagskvöldið 5.október milli 19:30 og 22:00
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, september 22 2016 20:06
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar miðvikudagskvöldið 5. Okt. 2016
Það verða veitt verðlaun fyrir besta árangur stúlkna og drengja í öllum flokkum svo verða veitt Hvatningarveðlaun í öllum flokkum.
Það er því um að gera að mæta og gleðjast með vinum sínum. Verðum auðvitað með skemmtiatriði og í ár ætlum við að grilla djúsí hamborgara með öllu tilheyrandi. Hlökkum til að sjá alla kl 18:30 uppí Harðarbóli.
Við hvetjum alla sem eru nýjir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld þar sem allir í æskulýð ættu ekki að missa af........Kveðja nefndin