Jólakveðja
- Nánar
- Skrifað þann Þriðjudagur, desember 27 2016 13:03
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Kæru Harðarmenn
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum samveruna á árinu sem er að líða.
Kveða stjórn Harðar
Kæru Harðarmenn
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum samveruna á árinu sem er að líða.
Kveða stjórn Harðar
Ágætu félagar !
Inná linknum hér hægra megin undir námskeið æskulýðsnefndar má finna þau námskeið sem verður boðið uppá í vetur hjá æskulýðsnefnd.
Öll námskeiðin eru birt með fyrirvara um næga þátttöku og endanlegar dags og tímasetningar munu koma inn milli jóla og nýjárs. Einnig verður hægt að skrá sig þá.
Hér má finna slóðina: http://hordur.is/index.php/namskeid-aeskulydsnefndar
Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari mun halda námskeið í Herði helgina 13 – 15 janúar 2017.
Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.
Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.
Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Kveðja
Fræðslunefnd Harðar
Eftirfarandi gjaldskrá fyrir aðgang að reiðhöll Harðar var samþykkt á stjórnarfundi í Herði 6.desember 2016
Lykill 1 - Heill dagur kostar 15.000 kr á mánuði / 60.000 kr árið.
Lykillinn er opinn frá kl. 8.00-23.00
Lykill 2 - Hálfur dagur kostar 3.500 kr á mánuði / 12.000 kr árið.
Lykillinn er opinn frá kl.16.00-23.00
13 ára og yngri fá frítt í höllina, en þurfa jafnframt að vera í fylgd forráðamanns.
Útleiga:
1 klst. öll höllin = 10.800 kr fyrir fólk sem ekki er í Herði – bara leigt hálfan/heilan dag.
1 klst. ½ höllin = 6.500 kr.
1 klst. ½ höllin = 3.900 kr. fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu.
1/2 klst. 1/2 höllin = 2.500 fyrir félagsmenn í Herði v/reiðkennslu
10 klst. ½ höllin = 31.200 kr.
5 klst. ½ höllin = 17.200 kr.
Bóka þarf reiðhöllina fyrirfram hjá Oddrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 849 8088
Lagt fram á stjórnarfundi í Hestamannafélaginu Herði 7.nóvember 2016
Félagsgjöld Harðar fyrir árið 2017
Samþykkt á aðalfundi 9 nóvember 2016
15 ára og yngriGjaldfrí
16-21 ára 6.000 kr.
22-69 ára 9.000 kr.
70 + ára Gjaldfrí