- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 16 2017 10:15
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth verður haldið föstudagskvöldið 20. jan nk. í Harðarbóli, Mosfellsbæ kl.19.30
Málþing um stöðu keppnismála var haldið 5. janúar sl. og þakkar Félag tamningamanna þeim sem lögðu sitt af mörkum þar.
Farið var um víðan völl og greinilega mikil þörf á samtali og gagnkvæmum skilningi dómara, keppenda og mótshaldara. Þannig sé best hægt að tryggja jákvæða þróun í keppnis- og sýningarhaldi.
Eitt af því sem mikið var rætt á málþinginu var mikilvægi þess að geta greint rétta líkamsbeitingu og burð hesta á öllum gangtegundum. Ennfremur getuna til að greina góða reiðmennsku.
Sem hluta af viðbrögðum Félags tamningamanna við niðurstöðu málþingsins ætlar félagið í samstarfi við gæðingadómarafélagið (gdlh), hestaíþróttadómarafélagið (hídí)og kynbótadómara (rml) að standa fyrir fræðsluerindum um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth en hún yfirkennari Háskólans á Hólum og tamningameistari FT.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á reiðmennsku að mæta.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 12 2017 16:21
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagar, ákveðið hefur verið að framlengja skráningu á nokkurm námskeiðum bæði hjá fræðslu og æskulýðsnefnd.
Fimi fyrir börn og unglinga
Almenn námskeið fyrir börn
Fræðslunefnd /fullorðnir:
Nánari námskeiðslýsingar má sjá inná hordur.is undir námskeið æskulýðs og fræðslunefndar.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 11 2017 22:36
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagsmenn
Okkur langar að athuga hvort að það sé áhugi fyrir að halda nudd og teygjunámskeið fyrir hesta.
Auður Sigurðardóttir er kennari á þessu námskeiði og hefur hún númið þessi fræði í Noregi.
Námskeiðið yrði helgarnámskeið og myndi kosta ca 25.000 miðað við 10 manns. Innifalið í því er bókleg og verkleg kennsla á laugardegi og sunnudegi sem og kaffi og léttur hádegisverður báða dagana. Kennt yrði frá 9-17
Kæru félagar, ef þetta er eitthvað sem þið hafið áhuga á endilega sendið mér póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í skilaboð á feisbook sem allra fyrst svo hún geti pantað far hingað heim :)
Kær kveðja
Oddrún
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 11 2017 22:23
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Jakob þarf vart að kynna en hann hefur verið afar sigursæll á keppnisbrautinni undanfari ár og er hann meðal annars gæðinknapi 2016 sem og Landsmóts-sigurvegari í B-flokki 2016 en hann hefur vakið athygli fyrir vel þjálfuð hross og fallega reiðmennsku.
Í sýnikennslunni mun Jakob fjalla alment um uppyggingu og þjálfun hesta.
Jakob mun meðal annars mæta með glæsihryssuna Gloríu frá Skúfslæk.
Ekki missa af þessari skemmtilegu sýnikennslu sem hefst klukkan 13:00 og tekur u.þ.b. tvær klukkustundir.
Miðaverð er 1500 kr. en frítt er fyrir 10 ára og yngri!Húsið opnar 12:30!!
https://www.facebook.com/events/356231374745565/?notif_t=plan_user_associated¬if_id=1484077225718614Kveðja Fræðslunefnd Spretts