Reiðhöll
- Nánar
- Skrifað þann Laugardagur, janúar 21 2017 22:10
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagar
Á morgun sunnudaginn 22.janúar verður öll reiðhöllin lokuð á milli 17-18 vegna æfinga töltgrúppunnar
Kveðja nefndin
Ágætu félagar
Á morgun sunnudaginn 22.janúar verður öll reiðhöllin lokuð á milli 17-18 vegna æfinga töltgrúppunnar
Kveðja nefndin
Ágætu félagar
Ennþá eru laus 2 pláss á námskeiðið aftur á bak með Guðrúnu Hreiðars og vinna í hendi með Fredricu Fagerlund
Endilega skráið ykkur á skraning.www.sportfengur.com
Námskeiðin byrja í næstu viku.
Kosning er hafin á FEIF þjálfara/reiðkennara ársins 2016. Hægt er að kjósa á vef FEIF eða með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. Hægt er að kjósa til 1.febrúar og verður tilkynnt um niðurstöður kosninganna á FEIF ráðstefnunni í Helsinki. Takið þátt og kjósið íslenskan reiðkennara!
Bæta má við að LH biðlaði til formanna/félaga að tilnefna reiðkennara til að hljóta þessa nafnbót. Inn komu tvær tilnfningar og vann stjórn LH úr þeim og niðurstaðan var sú að LH tilnefndi Sigrúnu Sigurðardóttur sem fulltrúa Íslands að þessu sinni í þessa kosningu. Þar er hún í hópi flottra jafningja sinna frá öðrum FEIF löndum.
Hér er tengill á kosninguna: sýnum samstöðu og kjósum okkar konu:
Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth verður haldið föstudagskvöldið 20. jan nk. í Harðarbóli, Mosfellsbæ kl.19.30
Málþing um stöðu keppnismála var haldið 5. janúar sl. og þakkar Félag tamningamanna þeim sem lögðu sitt af mörkum þar.
Farið var um víðan völl og greinilega mikil þörf á samtali og gagnkvæmum skilningi dómara, keppenda og mótshaldara. Þannig sé best hægt að tryggja jákvæða þróun í keppnis- og sýningarhaldi.
Eitt af því sem mikið var rætt á málþinginu var mikilvægi þess að geta greint rétta líkamsbeitingu og burð hesta á öllum gangtegundum. Ennfremur getuna til að greina góða reiðmennsku.
Sem hluta af viðbrögðum Félags tamningamanna við niðurstöðu málþingsins ætlar félagið í samstarfi við gæðingadómarafélagið (gdlh), hestaíþróttadómarafélagið (hídí)og kynbótadómara (rml) að standa fyrir fræðsluerindum um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Mannseth en hún yfirkennari Háskólans á Hólum og tamningameistari FT.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á reiðmennsku að mæta.