- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, september 22 2016 20:06
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Uppskeruhátíð æskulýðs Harðar miðvikudagskvöldið 5. Okt. 2016
Það verða veitt verðlaun fyrir besta árangur stúlkna og drengja í öllum flokkum svo verða veitt Hvatningarveðlaun í öllum flokkum.
Það er því um að gera að mæta og gleðjast með vinum sínum. Verðum auðvitað með skemmtiatriði og í ár ætlum við að grilla djúsí hamborgara með öllu tilheyrandi. Hlökkum til að sjá alla kl 18:30 uppí Harðarbóli.
Við hvetjum alla sem eru nýjir að koma og gleðjast með okkur. Hvetjum einnig ykkur sem hafið mætt áður til að bjóða vinum sem eru í hestunum í Herði að koma og kynnast okkur fyrir veturinn. Þetta verður skemmtilegt kvöld þar sem allir í æskulýð ættu ekki að missa af........Kveðja nefndin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 20 2016 22:51
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Tower tímar
Þetta er námskeið þar sem notast er við pilates tæki til þess að finna og lengja vöðva sem við þurfum til þess að verða betri knapar. Farið er sérstaklega yfir æfingar fyrir knapa til þess að bæta ásetu og samspil ábendinga.
- Aðeins fimm komast að.
- Mánudögum Kl. 18:40-19:40 og miðvikudögum Kl. 18:00 til 19:00
- Eldrún pilates studio, Álftamýri 1
- Fjögurra vikna námskeið
- Hefst 26. september
- Verð 30.000 kr
Kennari er Heiðrún Halldórsdóttir
Pilates for dressage associate instructor og Romanas Pilates Instructor
Áhugasamir hafið samband í síma 847-7307 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, september 20 2016 14:35
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Hestamannafélagið Hörður býður uppá bóklega knapamerkjakennslu í haust. Lágmarks þátttaka er fjórir á hverju stigi. Kennari er: Þórdís Anna Gylfadóttir
- Knapamerki 3. Kennt á þriðjudögum kl. 16:30 – 17:50
- Kennsla hefst 4. október, 4 skipti
- Knapamerki 4. Kennt á þriðjudögum kl. 18:00 – 19:20
- Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
- Knapamerki 5. Kennt á þriðjudögum kl. 19:30 – 20:50
- Kennsla hefst . 4. október, 5 skipti
- Verð Knapamerki 3 kr. 12.500
- Verð Knapamerki 4 og 5 kr. 14.500
Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund.
Skráning opnar miðvikudaginn 21. September
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Kveðja
Æskulýðsnefnd Harðar
Ef nota á frístundarávísanir hafið þá samband við Oddrúnu, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, september 15 2016 18:51
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
VEISLA ALDARINNNAR
Hrossakjötsveislan verður haldinn laugardaginn 12. nóvember í Harðarbóli
Húsið opnar kl 19.00
Fordrykkur
8rétta hlaðborð að hætti Hadda kokks
Gómsætur eftirréttur
Veislustjóri hinn eini sanni GUÐNI ÁGÚSTSSON (eins gott að vera með magavöðvana í þjálfun, hláturinn lengir lífið)
Eyfi Kristjáns mætir með þær stöllur Nínu og Álfheiði Björk
Bráðfyndin myndasýning
8vilttur sjálfur verður boðinn upp.
Hlynur Ben trúbador spilar fyrir dansi fram eftir nóttu
Miðaverð aðeins kr 7.500.- Miðinn gildir sem happdrættismiði að venju
Hrossakjötsveislan er opinn öllum, konum og köllum. Takið með ykkur gesti.
Miðapantanir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Fyrstur kemur fyrstur fær.