- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 23 2017 15:26
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Nú fer að líða að Dymbilvikusýningu Spretts þann 12.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli félaga um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.
Okkur þætti vænt um ef þið hafið tök á að aðstoða okkur um að finna 3-6 hesta sem koma fram sem fulltrúar ykkar félags til að mæta á sýninguna og taka þátt í þessari léttu keppni.
Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:
- Fákur
- Sprettur
- Hörður
- Sóti
- Adam
- Sörli
- Máni
Þeir sem hafa áhuga hafið endilega samband við Gunna Vals í síma 893 0094 eða Elías Þórhals í síma 898 1028
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 22 2017 10:35
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Skráningu lýkur á morgun fimmtudag 23 mars
Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.
- Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
- Aukinn skylningur
- Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
- Nákvæmari og léttari ábendingar
- Betri stjórn í gegnum sætið
- Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
- Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
- Betri líðan og andlegt jafnvægi
- Hreinni gangtegundir á öllum hraða
- Aukin mýkt og fjaðurmagn
- Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
- Aukin virðing fyrir þjálfara
Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur.
Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Kveðja
Fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 17 2017 22:33
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Í kvöld var haldið þriðja og síðasta Bikarmót Harðar og keppt var í tölti T3 og T7. Þökkum við dómurum og starfsmönnum mótsins.
Hér má sjá úrslitin:
Tölt T7
- Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir Kvistur frá Strandarhöfði, 6,17
- Aníta Eik Kjartansdóttir, Lóðar frá Tóftum , 5,83
- Vilhjálmur Þorgrímsson, Sindri frá Oddakoti, 4,75
- Kristinn Karl Garðarsson, Beitir frá Gunnarsstöðum, 4,60
- Birgitta Sól Helgadóttir, Pílagrímur frá Þúfum, 2,33
Tölt T3
- Bylgja Gauksdóttir, Nína frá Feti, 6,39
- Bergrún Ingólfsdóttir, Ásdís frá Feti, 5,67
- Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Órnir frá Gamla Hrauni, 5,26
- Kristinn Már Sveinsson, Ósvör frá Reykjum, 5,06
- Sara Bjarnadóttir, Gullbrá frá Hólabaki, 5,67
Kveðja mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 13 2017 12:03
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þriðja Bikarmót Harðar verður haldið föstudaginn 17 mars næstkomandi. Keppt verður í tölti T3 og T7
Mótið er opið og er skráningargjaldið 3500 kr.
Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 16 mars.
Skráning er á :
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Kveðja mótanefnd Harðar