- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 11 2017 22:36
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagsmenn
Okkur langar að athuga hvort að það sé áhugi fyrir að halda nudd og teygjunámskeið fyrir hesta.
Auður Sigurðardóttir er kennari á þessu námskeiði og hefur hún númið þessi fræði í Noregi.
Námskeiðið yrði helgarnámskeið og myndi kosta ca 25.000 miðað við 10 manns. Innifalið í því er bókleg og verkleg kennsla á laugardegi og sunnudegi sem og kaffi og léttur hádegisverður báða dagana. Kennt yrði frá 9-17
Kæru félagar, ef þetta er eitthvað sem þið hafið áhuga á endilega sendið mér póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í skilaboð á feisbook sem allra fyrst svo hún geti pantað far hingað heim :)
Kær kveðja
Oddrún
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 11 2017 22:23
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Jakob þarf vart að kynna en hann hefur verið afar sigursæll á keppnisbrautinni undanfari ár og er hann meðal annars gæðinknapi 2016 sem og Landsmóts-sigurvegari í B-flokki 2016 en hann hefur vakið athygli fyrir vel þjálfuð hross og fallega reiðmennsku.
Í sýnikennslunni mun Jakob fjalla alment um uppyggingu og þjálfun hesta.
Jakob mun meðal annars mæta með glæsihryssuna Gloríu frá Skúfslæk.
Ekki missa af þessari skemmtilegu sýnikennslu sem hefst klukkan 13:00 og tekur u.þ.b. tvær klukkustundir.
Miðaverð er 1500 kr. en frítt er fyrir 10 ára og yngri!Húsið opnar 12:30!!
https://www.facebook.com/events/356231374745565/?notif_t=plan_user_associated¬if_id=1484077225718614Kveðja Fræðslunefnd Spretts
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 09 2017 22:06
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Síðustu dagar skráningar hjá Trausta.
Námskeiðið kostar 25.000 krónur og lágmarksþátttaka eru 10 nemendur svo að námskeiðið verði haldið.
Skráning er á eftirfarandi slóð: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Trausti Þór Guðmundsson reiðkennari mun halda námskeið í Herði helgina 13 – 15 janúar 2017 fyrir ungmenni og fullorðna.
Töltfimi (Tölt in Harmony) er ekki eitthvað einangrað fyrirbæri eða keppnisgrein. TIH er einfaldlega nafn á ákveðinni „Fílósófíu“ eða aðferðafræði sem hestamaður getur valið sér og sínum reiðhesti/keppnishesti, stefni hugur hans til framfara. Aðferðafræðin styðst við hin „klassísku þjálfunarstig“ og felur þannig í sér að gott samband manns og hests verði, og að reiðmaðurinn nái stjórn á andlegu sem og líkamlegu jafnvægi, sem og orku og orkuflæði hestsins.
- Niðurstaðan hvað knapann varðar getur orðið:
- Aukinn skylningur
- Yfirvegaðri og einbeittari reiðmennska
- Nákvæmari og léttari ábendingar
- Betri stjórn í gegnum sætið
- Tök á kerfisbundinni uppbyggingu hests og knapa
- Niðurstaðan hvað hestinn varðar getur orðið:
- Betri líðan og andlegt jafnvægi
- Hreinni gangtegundir á öllum hraða
- Aukin mýkt og fjaðurmagn
- Aukinn skilningur og betra gegnumflæði ábendinga
- Aukin virðing fyrir þjálfara
Kveðja
Fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 04 2017 23:26
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Opið málþing keppenda, dómara og þeirra sem láta sig málið varða kl. 19.30 fimmtudagskv. 5 jan.
Félag tamningamanna heldur málþing um keppnismál.
Fulltrúar íþróttadómarafélagsins, gæðingadómarafélagsins og knapa verða með tölu um stöðuna frá þeirra upplifun eftir síðasta keppnistímabil. Og svo gefst fundargestum tækifæri á að fá orðið og hafa áhrif.
Hvernig er staðan?
Hvað er gott?
Hvað þarf að bæta?
Drög að dagskrá:
Ca 10 mínútur hver aðili.
gæðingadómarafélagið
íþróttadómarafélagið
2 fulltrúar knapa
1 hrossabóndi/dómari
fyrirspurnir
orðið laust
lokaorð/niðurstaða/úrlausnir
Hvetjum dómara og keppendur að mæta, saman getur við gert gott betur:)
Stjór FT