- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 05 2017 13:47
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þriðju og síðustu vetraleikar Harðar verða haldnir laugardaginn 8 apríl
Skráning milli kl. 11:30 og 12:30 í Reiðhöllinni. Mótið byrjar kl. 13 á pollum, allt mótið verður haldið í reiðhöllinni.
Skráningagjald er 1,500 kr. en ekkert skráningagjald er hjá pollum og börnum.
Flokkar:
• Pollar
• Börn
• Unglingar
• Ungmenni
• Konur 2
• Karlar 2
• Konur 1
• Karlar 1
- Atvinnumenn og konur
Ath: Lágmark í flokk hjá fullorðnum eru 5 aðilar
Kveðja mótanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 05 2017 08:38
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Vorið á næsta leiti
Þá er vorið farið að láta á sér kræla þótt veturkonungur hafi sent okkur smá kveðju í dag.
Beitarnefnd Harðar vill því hvetja alla þá sem hafa hugsað sér að sækja um beit hjá félaginu að fara að senda okkur umsókn hér á heimasíðu félagsins. Við bendum einnig á að þeir sem hafa haft beit hjá félaginu þurfa líka að sækja um. Sækja þarf um á hverju ári sama hvort menn hafa haft beit eður ei.
Þá vill nefndin benda á að ætlast er til þess að hross í beit hjá félaginu eiga að vera ábyrgðartryggð og því mikilvægt að fólk hugi að því í tíma.
Segja má að nauðsynlegt sé að hafa hross sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu með slíkri trygging burtséð frá því hvort þau séu á beitarhólfi á vegum Harðar eða ekki.
Þá minnum við á að þeir sem hafa varðveitt poka undan áburðinum sem úthlutað er með beitinni að hafa þá tilbúna þegar áburðarafhending verður auglýst. Félagið hefur lagt til poka en nú sem fyrr rekum við stranga umhverfisstefnu og reynum að nýta plastið eins oft og vel og mögulegt er. Þeir sem ekki hafa poka ættu að nýta poka undan fóðurbæti undir áburðinn.
Með vorkveðju frá Beitarnefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, mars 31 2017 11:44
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagar
Reiðhöllinn er lokuð milli 12-14 á morgun laugardag vegna páskafitness æskulýðsnefndar.
Allir eru velkomnir að koma og taka þátt
Kv æskulýðsnefnd
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 27 2017 21:27
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Páskafitness Æskulýðsnefndar Harðar verður laugardaginn 1. apríl 2017 kl 12:00 í reiðhöllinni. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á þennan skemmtilega viðburð eða börnum, unglingum og ungmennum sínum . Við munum skipta okkur í lið og fara saman í gegnum skemmtilegar þrautir, s.s.
Pokahlaup
Hjólbörurallý
Skeifu- og stígvélakast
og margt fleira skemmtilegt
Að leikum loknum bjóðum við uppá vöfflur og heitt kakó og að sjálfsögðu fá öll börn félagsmanna páskaegg.
Hlökkum til að sjá sem flesta Harðarfélaga með kveðju æskulýðsnefndin