PLASTGÁMUR Í DAG MIÐVIKUDAG KL. 16.00 - 19.00
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 11 2016 09:50
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Í dag verður plastgámur við reiðhöllina kl.16.00 - 19.00. Eins og áður má bara plast fara í gáminn.
Í dag verður plastgámur við reiðhöllina kl.16.00 - 19.00. Eins og áður má bara plast fara í gáminn.
Fræðslufundur um reiðvegi og kortasjá hjá Hestamannfélaginu Herði þriðjudaginn 10 maí kl. 20.00 – 21.30.
Halldór H. Halldórsson og Sæmundur Eiríksson frá Samgöngunefnd LH ræða um reiðvegi og kynna
notkunarmöguleika í kortasjá reiðleiða fyrir undirbúning hestaferða.
Kveðja fræðslunefnd Harðar
Á félagsfundi sem haldinn var í Herði 13.apríl sl. var samþykkt að félgsjakkar Harðar geti bæði verið svartir og grænir, hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél.
Svarti jakkinn er ekki félagsjakki nema að Harðarmerkið sé saumað í brjóstið á jakkanum.
Nú er komið að hinni frábæru "Formannsfrúarkarlareið" Harðar sem farin verður í fjórða skiptið.
Hún verður laugardaginn 14.maí n.k.
Byrjað verður kl.8.00 á morgunverði í Harðarbóli þar sem borin verður fram "english brkfast" að hætti hússins.
Síðan verður farið á Þingvelli og riðið í Hörð. Sameinast verður í kerrur og áætlað að leggja af stað frá Skógarhólum um kl.11.00.
Búið er að fara leiðina á fjórhjóli og er hún í lagi.
Boðið verður upp á veitingar á leiðinni og einnig verður boðið uppá að skipta um hesta, fyrir þá sem ekki vilja teyma.
Að lokum verður hátíð í Harðarbóli, þar sem boðið verður upp á mjög glæsilegan kvöldverð, sem ekki hefur sést áður, alla vega ekki á þessum slóðum.
Verð er 9.000kr.
Hægt er að leggja inn á reikning: 549-26-4259 kt. 650169-4259 og senda staðfestingu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Með kveðju
Helgi formannsfrú
Helgi Sig. Formannsfrú.