- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, mars 31 2016 10:55
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
FÉLAGSREIÐTÚR LAUGARDAGINN 2.APRÍL N.K.
Næstkomandi laugardag verður farið í félagsreiðtúr kl. 14.00 úr Naflanum. Riðið verður áleiðis að Hafravatni. Á leiðinni verður boðið uppá veitingar. Eftir reiðtúrinn verður heitt kaffi, heitt kakó, pönnukökur og léttar veitingar í reiðhöllinni. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Ferðaefndin.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 30 2016 15:54
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Stórsýningin Æskan og hesturinn verður haldinn þann 10. apríl í reiðhöllinni í Víðidalnum. Á þessari sýningu koma saman börn og unglingar af höfuðborgarsvæðinu og gera saman stóra og glæsilega sýningu. Undirbúningsnefnd Æ og h langar að bjóða þeim pollum sem vilja fara og vera með á sýningunni. Það eru tveir flokkar sem krakkarnir geta valið um, teymdir pollar og pollar ríðandi einir. Þetta atriði er á báðum sýningunum og væri gaman ef krakkarnir gætu verið í grímubúningum og ef þau vilja mega þau endilega skreyta hestana hjá sér. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á sýningunni. (Skráning fer líklegast fram rétt fyrir sýninguna hjá þuli, verður auglýst betur síðar).
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 30 2016 10:10
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagar reiðhöllinn verður lokuð vegna æfinga æskunnar og hestsins sem hér segir:
30. mars miðvikudag klukkan 21 - 22
1 apríl föstudag klukkan 18 - 19
2 apríl laugardag klukkan 17 - 19
3 apríl Sunnudagur klukkan 18 - 19
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 30 2016 09:52
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Minnum á kaffihúsahittinginn í reiðhöllilnni á laugardaginn 2.apríl kl. 10.00 - 12.00. Komið við í reihöllinni eftir morgungjöf og fáið ykkur kaffi og með'í. Félagsreiðtúrinn verður eftir hádegið. Hann verður auglýstur nánar síðar.