- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 27 2016 14:53
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband í síma 862-9322 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Nánari upplýsingar um DNA-sýni hrossa:
DNA-sýnatökur
ph/okg
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 27 2016 12:31
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Miðvikudaginn 4. maí n.k. kl. 19.00 ætla núverandi og fyrrverandi hestamenn í Herði, 60 ára og eldri, að hittast í félagsheimilinu Harðarbóli og gleðjast saman.
Þetta verður síðasta samveran fyrir sumarfrí.
Það verður grillveisla, léttar veitingar og stutt kvikmyndasýning.
Verð á grillmáltíð er kr. 1.500kr.
Fyrir þá sem enn stunda hestamennsku verður boðið upp á sameiginlegan reiðtúr kl. 17.00 sama dag.
Skráning í matinn í síma:
Jón Ásbjörnsson 8635941
Sigríður Johnsen 8968210
Konráð Adolphsson 8970511
Farið verður frá Reiðhöllinni.
Heldrimannanefndin.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 26 2016 22:46
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson

Þann 5. maí verður útimót Hrímnis haldið kl 16 á Varmárbökkum í Mosfellsbænum. Keppt verður í 4-gangi, 5-gangi, tölti T3 og 100m flugskeiði. Að þessu sinna er skráningargjaldið einungis 2.000kr í alla flokka nema skeiðið þar er það 1.500kr. Þau skráningagjöld sem koma inn í skeiðinu skiptast niður á fyrstu þrjú verðlaunasætin. Þetta mót er því tilvalið upphitunarmót fyrir sumarið.
Skráning er hafin og henni lýkur þann 2. maí.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, apríl 26 2016 22:34
-
Skrifað af Anton Hugi Kjartansson
Sl. fimmtudag var gæðingadómaraprófið haldið í Hafnarfirði, þar áttum við tvo nýja fulltrúa það voru þær Súsanna Katarína Sand Guðmundsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir. Nú eftir helgi fengu þær fréttir um að þær hafi náð prófinu og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan áfanga. Einnig fór Súsanna Sand Ólafsdóttir í landsdómarapróf á náði því með stakri prýði og óskum við henni einnig innilega til hamingju með sinn áfanga.