Reiðhöll lokuð um helgina
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 14 2016 13:37
- Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágætu félagar
Reiðhöllinn öll verður lokuð laugardaginn 16 apríl og sunnudaginn 17 apríl vegna námkskeiða milli kl 8:00-17:00.
Ágætu félagar
Reiðhöllinn öll verður lokuð laugardaginn 16 apríl og sunnudaginn 17 apríl vegna námkskeiða milli kl 8:00-17:00.
Jæja þá er komið að æskulýðsreiðtúrnum okkar. Við ætlum að hittast við reiðhöllina kl: 13:00 á sunnudaginn 17.4.2016. Förum hring og endum á Fitjum og fáum okkur eitthvað svalandi að drekka í boði nefndar. Foreldrar, börn, unglingar og ungmenni hlökkum til að sjá ykkur á sunnudag.
Kveðja æskulýðsnefndin
Mánudagskvöldið 18.apríl ætlum við að bjóða konum í Herði að koma í Harðarból og hlusta á Ragnheiði Samúelsdóttur höfund Töltgrúbbunnar í Spretti að kynna fyrirkomulag grúbbunnar.
Hægt verður að kaupa súpu og brauð á vægu verði.
Við hvetjum Harðarkonur til að mæta og fá góðar hugmyndir og fá sér súpu og spjalla. Hugmyndin er síðan að stofna svipaðan hóp með svipuðu fyrirkomulagi og er í Spretti.
Hvetjum allar konur til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman.
Nefndin
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar efnir til félagsfundar þriðjudaginn 19.apríl kl. 20.00 í Harðarbóli.
Fundarefni:
Félagsjakkar Harðar
Umhverfismál
Önnur mál
Stjórn Hestamannafélagsins Harðar