- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 04 2023 15:13
-
Skrifað af Sonja
Knapamerki 2 – bóklegt og verklegt
***Markmið Knapamerkjanna
Að stuðla að auknum áhuga á reiðmennsku á íslenskum hestum og hestaíþróttum.
Að auðvelda aðgengi að skipulagðri og markvissri menntun í reiðmennsku og hestaíþróttum fyrir unga sem aldna.
Að
bæta þekkingu á meðferð, notkun og umhirðu íslenska hestsins á breiðum grunni.
Með stigskiptu námi í hestamennsku sem hér er kynnt er stuðlað að bættu aðgengi að fræðslu, þjálfun og menntun í hestamennsku. Markmiðið er að kennslan verði faglegri og samræmdari en verið hefur og nemandinn leiddur stig af stigi í takt við getu hans og áhuga. Þar með er lagður grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni. ***
Knapamerki 2:
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
x Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
x Riðið einfaldar gangskiptingar
x Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
x Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
x Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
x Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
x Geta riðið á slökum taum og léttri taumsambandi
x Grunnskilningur fyrir samspil ábendinga
x Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
x Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 12 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf).
Námskeið byrjar á bóklega tíma 8.janúar 2024 Kl 1730.
Dagsetningar: Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
8.1. og 15.1. kl 17:30-19:00
Bóklegt próf mánudaginn 22. janúar 2024 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar á miðvikudögum
17jan / 24jan / 31jan
07feb / 14feb / 21feb / 28feb
06mars / 13mars / 20mars /
03april / 10april
Verklegt Próf: 17april2024
Tímasetningar: Tímar verða milli 17:00 og 19:00 fer eftir skráningu.
Jafnvel bæt við annan dag enn miðvikudagar.
Kröfur til knapans: Það þarf að vera búin með Knapamerki 1.
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að fara um á brokki án vandarmála og einnig þarf að geta riðið tölt og taka stökk.
Kennarar: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: Ungmenni 38.000 krónur með prófi og skírteini
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 02 2023 17:05
-
Skrifað af Sonja
Almennt reiðnámskeið minna/meira vanir - 6 skipti
farið verður í:
- allan grunn, umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði
- ásetu, sjórnun og aukið jafnvægi
- reiðleiðir, umferðareglur í reiðhöllinni og fjölbreytt þjálfun
- nemendur læri að þekkja gangtegundirnar
Hentar vel krökkum sem hafa mikinn áhuga á hestum og vilja aukinn skilning og þekkingu á almennri þjálfun ásamt því að ná lengra með hestinum sínum. Farið verður í að auka jafnvægi knapa og hests, ná yfirvegaðari og einbeittri reiðmennsku með nákvæmar og léttar ábendingar. Þrautir og leikir á hestbaki.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, kl 1730-18(minna vanir) og 18-1830(meira vanir), 6 skipti.
Dagsetningar 2024
16. janúar
23. janúar
30 janúar
06. febrúar
13. febrúar
20. febrúar
Verð: 14000kr
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, nóvember 27 2023 10:51
-
Skrifað af Sonja
Góðan daginn,
Æskulýðsnefnd Harðar verður með BLING-föndurnámskeið fimmtudaginn 7. desember næstkomandi í Harðarbóli.
Þátttakendur gera sitt eigið skraut á hestinn undir leiðsögn. Hver og einn fær ennisól sem hann skreytir sjálfur með kristals steinum (og miðast verðið við það) Hver og einn fær að taka með sér heim það sem hann hefur gert og möguleiki er að kaupa höfuðleður og múla í stíl. Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og hentar flestum frá 10 ára aldri (en ef börnin eru yngri en 10 ára þurfa þau að vera í fylgd fullorðinna).
Hámarksfjöldi eru 10 þátttakendur og það þarf að skrá sig fyrir 5. desember með því að senda tölvupóst á Hrafnhildi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda sms í síma 698-0999. Taka þarf fram fullt nafn þátttakanda og aldur.
Kvöldið verður tvískipt :
12 ára og yngri : kl. 17:00-19:00
13 ára og eldri : kl. 19:30 – 21:30
Námskeiðið kostar 7000 kr. per þátttakanda. en æskulýðsnefnd Harðar ætlar að niðurgreiða 2000 kr. á mann þannig að kostnaður er 5000 kr. Best væri ef hver og einn gæti komið með peninginn með sér eða lagt inn á Hrafnhildi fyrirfram kt. 210282-2979 og reikningsnr. 0549-14-602600 og setja nafn barns í skýringu til að staðfesta plássið.