HARÐARJAKKARNIR - HVERJIR ÆTLA AÐ KAUPA JAKKA?
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, mars 09 2016 22:09
- Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
MORGUNKAFFI Í REIÐHÖLLINNI Á LAUGARDAGINN
Við ætlum að bjóða í kaffi og kleinur á laugardaginn frá kl.10.00 -12.00 í reiðhöllinni. Endilega komið við eftir morgungjöfina, skoðið nýju sjoppuna okkar og fáið ykkur kaffisopa og eigið létt spjall um lífið og tilveruna við félagana.
Nk. laugardag (12. mars) er 2. vetramót Harðar, mótið byrjar kl 12 og verður dagskrá eftirfarandi:
Pollar teymdir
Pollar ríðandi einir
Konur 2
Konur 1
Börn
Unglingar
Ungmenni
Karlar 2
Karlar 1
Opinn flokkur
Skráning mun vera á milli kl 10-11 á laugardaginn, og biðjum við fólk um að virða þau tímamörk. Skráningargjaldið er að þessu sinni 1.500kr en frítt er fyrir polla og börn.