Af árshátið Harðar 2016
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, mars 24 2016 14:11
- Skrifað af Super User
Hér er að finna myndir og myndband af árshátíð Harðar 2016
Hér er að finna myndir og myndband af árshátíð Harðar 2016
Formannsfrúarkarlareiðin verður farin 14.maí nk. Hún verður með hefðbundnu sniði. Byrjað verður á glæsilegum morgunverði í Harðarbóli og endað á steik í Harðarbóli. Ef veður og færð leyfir verður riðið frá Þingvöllum í Hörð. Ef veður og færð leyfir það ekki verður riðið úr Sörla í Hafnarfirði í Hörð. Nánar auglýst síðar.
Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kveðja Helgi Sig.
Karlakór Kjalnesinga stendur fyrir sönggleði á föstudaginn langa.
Kl 17 verður kórinn í Reiðhöllinni, syngur nokkur lög, ekta kjötsúpa í boði á aðeins 1.000 kr.
Komið og njótið góðra veitinga undir fögrum og raftmiklum tónum.
Ferðanefndin
Hestamannafélagið Hörður heldur námskeið í samstarfi við Þorvald Kristjánsson ábyrgðarmann í hrossarækt um byggingardóma kynbótahrossa. Námskeiðið er haldið í Harðarbóli og í reiðhöllinni í Herði. Námskeiðið er tvíþætt. Fyrst eru fyrirlestrar í Harðarbóli og síðan er sýnikennsla í reiðhöllinni. Þorvaldur hefur vakið mikla athygli fyrir námskeið og fyrirlestra sem hann hefur haldið.
Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar eiginleikar byggingar eru metnir og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir tengsl byggingar og hæfileika og það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en áhersla verður lögð á verklegar æfingar.
Hægt verður að kaupa veitingar í nýju sjoppunni í reiðhöllinni. Súpa og fleira góðgæti í hádeginu.
Verð á fyrirlesturinn og sýnikennsluna er aðeins 1.000kr.