- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 08 2016 11:14
-
Skrifað af Jóna Dís Bragadóttir
Stjórn Harðar býður Harðarfélögum í morgunkaffi laugardaginn 13.febrúar kl.10.00 - 12.00 í Harðarbóli. Endilega komið í létt spjall og fáið ykkur rúnstykki og kaffi.
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, febrúar 07 2016 18:53
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Þriðjudaginn 23 febrúar næstkomandi kl 20:00 mun Dr Hrefna Sigurjónsdóttir vera með fyrirlestur í Harðarbóli um félagslyndi hesta- hvað það er sem hefur áhrif á samskipti þeirra.
Greint verður frá rannsóknum á félagshegðun íslenska hestsins hér á landi sem höfundur hefur unnið að frá 1996 með íslenskum og erlendum vísindamönnum og stúdentum. Um er að ræða rannsóknir á litlum sem stórum hópum úti við sem eru mismunandi að samsetningu hvað varðar hlutfall kynjanna og aldursflokka. Greint verður frá því hvað hefur mest áhrif á árásargirni og jákvæð samskipti, eins og gagnkvæma snyrtingu og leik.
Einnig verður greint stuttega frá könnun sem höfundur gerði árið 2003 á algengi húslasta hér á landi.
Kveðja fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, febrúar 05 2016 10:39
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagi
Laugardaginn 6 febrúar mun ferðanefnd Harðar fara í reiðtúr á Blikanesið undir diggri stjórn Gísla á Hrísbrú.
Lagt verður á stað úr naflanum kl 14:00 og eftir reiðtúr verður boðið uppá kaffi, kleinur og safa inní reiðhöll.
Félagsmenn fjölmennum.
Kveðja ferðanefnd Harðar
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 04 2016 13:36
-
Skrifað af Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Ágæti félagsmaður
Félagsgjöld hestamannafélagsins Harðar voru send út í heimabanka félagsmanna, eindagi gjaldanna var 1. febrúar síðastliðinn. Stjórn Harðar vill hvetja félagsmenn sem eiga gjaldfallin félagsgjöld til að greiða sem fyrst en jafnframt þakka þeim sem nú þegar hafa greitt félagsgjöldin sín.
Hvetjum við líka þá sem eiga ógreidda reihallarlykla að greiða þá, lokanir á ógreiddum lyklum hefjast mánudaginn 8 febrúar
Kv Stjórn Harðar