- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 24 2024 15:50
-
Skrifað af Sonja
Þeir sem hafa fengið staðfesta sumarbeit á vegum félagsins í sumar geta sótt áburð við reiðhöll Harðar á þessum tímum:
Mánudag 27. maí kl 18-19.30
Miðvikudag 29. maí kl 17-18.30
Áríðandi er að koma með ílát eða sterka poka til að setja áburðinn í og virða þessar tímasetningar!
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, maí 07 2024 12:50
-
Skrifað af Sonja
Hin árlega náttúrureið Harðar verður farin næstkomandi laugardag þann 11. maí.
Planið er að keyra hestana í Sörla Hafnarfirði og ríða gegnum Heiðmörkina heim í Hörð þar sem bíður okkar grill og gleði. Lagt verður af stað keyrandi frá Mos kl 12 og áætluð brottför frá Sörla kl 13. Grillið er svo kl 18.
Við hvetjum þá sem geta komið sér sjálfir í Sörla með hesta í kerru að gera það en annars verður Bjarni Kóngur tilbúinn með trailerinn til að keyra hesta í Sörla og
kostar það 3.500kr á hest.
Grillið kostar 2.500kr og verða drykkjarveigar einnig til sölu.
Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í commentum í facebook hjá hestamannafélaginu fyrir fimmtudagsmorgunn svo hægt sé að raða niður í kerrur og kaupa í matinn. Láta koma fram hvort vanti far og fyrir hvað marga hesta eða hvort komi sér sjálft á staðinn.
Vonumst til að sjá sem flesta

- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 03 2024 17:13
-
Skrifað af Sonja
Á morgun laugardaginn 4. maí munum við taka á móti nágrönnum okkar í Fáki sem koma ríðandi til okkar að venju, Hlégarðsreið að gömlum sið.
Lagt verður af stað til móts við þau frá naflanum klukkan 13.00 og væntanlega mætum við hópnum í Óskoti. Matarmikil súpa og meðlæti í reiðhöllinni eftir reiðtúr, kostar 1500 kr á mann.
Höldum í þessa skemmtilegu hefð og fjölmennum að taka á móti Fáksfólki!
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 24 2024 13:55
-
Skrifað af Sonja
Vinsamlega athugið að það er hreint ekki ætlast til þess að verið sé að keyra bíla á reiðveginum á Tungubakka eða annarstaðar ef því er að skipta. Undantekning er við rekstur, það gilda líka ákveðnar reglur um þann akstur og eins þegar beitarhólfum er sinnt. Það er snúið að ætlast til að bæjaryfirvöld sinni viðhaldið á vegunum okkar þegar við hugsum ekki um þá af alúð sjálf.
Tungubakkahringurinn er í frábæru ástandi núna, reynum að halda honum þannig.
