- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2007 03:50
-
Skrifað af Fræðslunefnd Harðar
Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og formaður Járningamannafélags Íslands heldur fyrirlestur um járningar í Harðarbóli þriðjudaginn 30. janúar 2007, kl.20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur. Veitingasala á staðnum.
Í framhaldinu mun Sigurður kenna á járninganámskeiði helgina 2.-4. febrúar 2007, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, sem Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 05 2006 10:11
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Minnum á að skráningu á námskeið eingöngu ætlað konum hjá Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur, sem hefst 17. mars, lýkur 10. mars og eru örfá pláss laus.
Við skráningu tekur Margrét í síma 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðið er 8 skipti. Verð er 12.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga en 18.000 fyrir aðrar.
Kveðja,
Fræðslunefnd Harðar
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 27 2006 09:32
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Næstkomandi laugardag 4. mars klukkan 11:00 verður hinn geðþekki dýralæknir Björgvin Þórisson með fyrirlestur um tannhirðu hrossa auk þess að svara almennum fyrirspurnum í Harðarbóli. Látið þetta tækifæri til að fræðast um heilsu hrossa, og borða góðan morgunmat að auki, ekki framhjá ykkur fara!
Verð er 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Allir velkomnir,
Fræðslunefnd Harðar.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 13 2006 10:10
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Reynir Örn Pálmason reiðkennari heldur almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna. Kennt verður á þriðjudögum eða fimmtudögum frá kl:20.00 og hefjast námskeiðin 21. og 23. febrúar og standa í 8 vikur. Verð er 12.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga en 18.000 fyrir aðra.
Skráning og upplýsingar hjá Margréti í síma 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til og með 19. febrúar.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, febrúar 13 2006 10:04
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Oddrún Ýr Sigurðardóttir reiðkennari heldur reiðnámskeið eingöngu ætlað konum. Námskeiðin hefjast föstudaginn 17. mars og eru 8 skipti. Verð er 12.000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga en 18.000 fyrir aðrar.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Margréti í síma 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til og með 10.mars. Fyrstar koma fyrstar fá!
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 31 2006 06:46
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Morgunverðarfundur og fræðsla verður í Harðarbóli laugardaginn 4. febrúar klukkan 11:00. Sýnd verður mynd frá Landsmóti hestamanna árið 1954 á Þveráreyrum í Eyjafirði, ýmsar stórstjörnur.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, febrúar 09 2006 06:13
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Helgarnámskeið 17.18. og 19. febrúar.
Sölvi Sigurðarson reiðkennari C og Susi Braun dýralæknir og hestahnykkjari halda námskeið þar sem farið er almennt í þjálfun hests í upphafi vetrar.
Skráning og frekari upplýsingar hjá Margréti 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. TIL OG MEÐ 15. FEBRÚAR.
Nánar...
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 28 2006 12:00
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Ingimar Sveinsson (Hvanneyri) heldur frumtamningarnámskeið "af frjálsum vilja" hjá Herði dagana 3. til 5.febrúar. Lágmarks þáttaka er 7 manns. Þáttakendur mæti með tamningartrippi.
Verð kr. 15.000.-, Skráning hjá Margréti í síma: 8227811 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1.febrúar.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 08 2006 03:13
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Fóðrun og þjálfunarferill hests á húsi.
Laugardaginn 11.febrúar klukkan 11, verður Svanhildur Hall með erindi þar sem farið verður yfir þjálfun og hirðingu hests, þol og liðleika. Hvernig á að láta hestinn toppa á réttum tíma? Hvernig á að meta fóðurþarfir og bregðast við mismunandi þörfum hesta?
Verð er 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Allir velkomnir,
Fræðslunefnd Harðar.
- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 26 2006 12:00
-
Skrifað af Fræðslunefnd
Fræðslufundir með morgunverði verða í Harðarbóli á laugardögum í vetur kl 11.00. Fyrsti fundurinn verður á næsta laugardag, þann 28.janúar, en þá mun Sigurbjörn Bárðarson fjalla um fimiæfingar, tegundir og tilgang, einkum sem undirbúning fyrir tölt og skeiðþjálfun.
Verðlagningu er stillt í hóf eins og á síðasta ári eða 500.- kr fyrir fullorðna, 200.- krónur fyrir unglinga og ungmenni og frítt fyrir börn 12 ára og yngri.