- Nánar
-
Flokkur: Fræðslunefnd
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2007 03:50
-
Skrifað af Fræðslunefnd Harðar
Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari og formaður Járningamannafélags Íslands heldur fyrirlestur um járningar í Harðarbóli þriðjudaginn 30. janúar 2007, kl.20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur. Veitingasala á staðnum.
Í framhaldinu mun Sigurður kenna á járninganámskeiði helgina 2.-4. febrúar 2007, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, sem Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir.
Bóklegur tími er sameiginlega á föstudagskvöldinu, verkleg kennsla í 3-4 klst. fyrir hvort námskeið,laugardag og sunnudag.
Námskeiðið er öllum opið, en Harðarfélagar hafa forgang.
Hámark 6 þátttakendur á hvort námskeið. Verð kr. 15.000.- Greitt skal við skráningu.
Skráning í Harðarbóli 26.janúar milli 19:30 og 20:30 og upplýsingar í síma 5668282 á sama tíma.
Fræðslunefnd Harðar.