- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 10 2018 13:20
-
Skrifað af Sonja
Vegna mikillar eftirspurnar hefur mótanefnd Harðar ákveðið að halda punktamót fyrir Íslandsmótið. Skráning á mótið er hafin inn á sportfeng og stendur til miðnættis miðvikudagsins 11.júlí. Mótið hefst klukkan 18:00 fimmtudaginn 12.júlí.
Skráningarfrestur á Íslandsmótið hefur verið framlengdur til miðnættis 12. júlí svo nú er síðasti séns að ná tölum fyrir mótið.
Greinar sem boðið verður upp á er fjórgangur, fimmgangur, tölt og slaktaumatölt.
Engin úrslit verða á mótinu og aðeins verður einn flokkur í hverri grein. Inn á viðburðinum verða birtar fleiri upplýsingar. Hlökkum til að sjá ykkur!
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, júlí 09 2018 17:10
-
Skrifað af Sonja
Landsmótið tókst mjög vel. Skipulag, vellir, aðstaða og stjórnun til fyrirmyndar. Hestakosturinn algjör veisla. Hörður átti nokkra þátttakendur á mótinu og stóðu þeir sig vel. Það þarf mikinn aga og mikla vinnu til að ná inn á landsmót.
Í Barnaflokki lenti Oddur Arason í 5. sæti og Egill Rúnarsson í því 13. Í Unglingaflokki tók Benedikt Ólafsson sig til og varð Landsmótsmeistari. Frábær árangur. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin knapi mótsins og hlaut FT fjöðrina. Hún hlaut einnig isibelss verðlaunin, en þau eru veitt þeim knapa sem sýnir einstaka reiðmennsku og fáguð samskipti við hestinn. Reynir Pálmason og Skemill náðu 3ja sæti í 150 m skeiði á tímanum 14,22.
Myndir eru frá vef LH.
Stjórnin




- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 05 2018 13:26
-
Skrifað af Sonja
Í gær fóru fram milliriðlar i unglingaflokki og áttum við Harðarfélagar þrjá fulltrúa i riðlinum. Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga sýndu glæsileg tilþrif í brautinni og hlutu 8,51 og tryggði það þeim 4.sæti í A úrslitum á sunnudag. Sigrún Högna Tómasdóttir á Takti frá Torfunesi og Rakel Ösp Gylfadóttir á Óskadís frá Hrísdal komust ekki áfram að þessu sinni og hafa þvi lokið keppni á Landsmóti.
Milliriðlar í ungmennaflokki fóru fram í morgun, þar spreyttu sig Erna Jökulsdóttir á Tinna frá Laugabóli og Thelma Dögg Tómasdóttir á Mörtu frá Húsavík. Erna og Tinni voru rétt utan við úrslit en Thelma og Marta stóðu sig frábærlega og hlutu 8,46 og ríða B úrslit á laugardag.
Milliriðlar í A flokki fara fram seinni partinn í dag, þar fer Reynir Örn Pálmason með Laxnes frá Lambanesi i brautina og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum.
Hvetjum við Harðarfélaga til að mæta i brekkuna að hvetja okkar fólk til dáða. Unga fólkið okkar i Herði hefur sannarlega stimplað sig inn á þessu Landsmóti.