Opnað fyrir skil á haustskýrslum
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 14 2018 08:15
- Skrifað af Sonja
Matvælastofnun vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningu haustskýrslna í Bústofni (www.bustofn.is). Í samræmi við reglur (lög um búfjárhald nr. 38/2013) skulu umráðamenn búfjár skila inn haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og landstærðir.
Undanfarin ár hefur vantað upp á að umráðamenn hrossa hafi skilað haustskýrslu lögum samkvæmt. Til að auðvelda umráðamönnum hrossa að ganga frá haustskýrslu hefur Matvælastofnun ráðist í umtalsverðar umbætur á skráningarferlinu þar sem umráðamenn hrossa sem aðeins telja fram hross á haustskýrslu geta nú skilað haustskýrslu í heimarétt WorldFengs.
Þeir umráðamenn sem einnig telja annað búfé fram á haustskýrslu þurfa nú að sækja upplýsingar um hrossin sín úr WorldFeng þegar skýrsla er skráð í Bústofn. Upplýsingar um staðsetningu og umráðamann hrossa þurfa því að vera réttar í WorldFeng.
Allir félagar í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga og félögum Félags hrossabænda um allt land eiga að hafa frían aðgang að WorldFeng. Þeir sem hafa ekki þann aðgang geta hins vegar skráð sig inn í WorldFeng með sérstökum hjarðbókaraðgangi, nánari upplýsingar um aðgang veitir tölvudeild Bændasamtaka Íslands. (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Að auki stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fyrir þá sem ekki geta skilað sjálfir.
Nánari upplýsingar veitir Matvælastofnun (dýraeftirlitsmenn og Búnaðarstofa).