- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, ágúst 17 2018 16:05
-
Skrifað af Sonja
Hestamannafélagið Hörður hefur undanfarin ár tekið þátt í bæjarhátíðinni Í túninu heima. M.a. leitt skrúðgönguna frá Miðbæjartorgi niður í Álfosskvos.
Þau sem vilja taka þátt, vinsamlega hafið samband við Thelmu Rut This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gott að það mæti fólk á öllum aldri og af báðum kynjum.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, júlí 20 2018 11:59
-
Skrifað af Sonja
Lokun á hluta Tungubakkahrings
Unnið er að lagfæringum, en skipta þarf út yfirborðsefni. Verktími óviss, en ætti ekki að taka langan tíma.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, júlí 20 2018 07:27
-
Skrifað af Sonja
Allar kerrur af efra stæðinu
Framkvæmdum við kerrustæðið er að ljúka. Eftir er að merkja stæðin og gera leigusamninga við félagsmenn. Stæðin verða eingöngu ætluð fyrir hestakerrur.
Næsta framkvæmd er planið norðan reiðhallarinnar. Því þarf að losa allar kerrur sem fyrst. Þar sem að hitt svæðið er ekki tilbúið, verðum við að koma kerrunum fyrir á öðrum svæðum, td í Naflanum, við þulargáminn ofan við hringvöllinn (ekki samt of nálægt Harðarbóli), á rúllubaggastæðinu vestan við gamla hringvöllinn. Vonandi verða framkvæmdunum lokið á báðum stæðunum eftir verslunarmannahelgi.
En, allar kerrur af reiðhallarstæðinu sem fyrst.