Lokaður vegur
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, desember 03 2018 14:13
- Skrifað af Sonja
Vegna framkvæmdir eru nýji vegurinn milli sjúkragerðinn og hesthúsahverfið lokaður í bili.
Vegna framkvæmdir eru nýji vegurinn milli sjúkragerðinn og hesthúsahverfið lokaður í bili.
Hafin er framkvæmd við byggingu fjölnota íþróttahúss við Varmárskóla. Aðkoma verktaka verður að hluta eftir reiðstígnum frá Tunguvegi. Reynt verður að haga akstri þannig að hann valdi sem minnstri truflun. Aðvörunarskilti og merkingar verða sett upp, en næstu 2 mánuði eða til loka janúar má gera ráð fyrir talsverðri umferð um reiðstíginn, en tekið verður tillit til umferð okkar hestamanna. Frá og með 1. febrúar verður allri umferð verktaka lokið kl 18 á daginn og engin umferð um helgar. Ef upp kemur sú staða að verktakinn þurfi að nota reiðstíginn um helgar, verðum við látin vita í tíma og getum þá komið skilaboðum til félagsmanna. Taka skal fram að reiðstígurinn verður ekki lokaður fyrir okkur hestamenn, aðeins að á þessum tíma getum við búist við umferð bíla og þungavinnutækja um stíginn. Verklok verða fyrir árslok 2019. Reiðvegurinn verður stækkaður og byggður upp til að þola þessa umferð og eftir að verki lýkur fáum við breiðari og betri reiðstíg.
Við fögnum því að bærinn leiti til okkar um samvinnu og að verktaki sé tilbúinn að koma á móts við okkar óskir. Þannig virkar „sveit í bæ“
Stjórnin
Á komandi keppnistímabili mun mótanefnd hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ standa fyrir Hrímnis mótaröð. Mótaröðin er einstaklingskeppni og verður opin öllum en keppt verður í þremur greinum: gæðingafimi, fjórgang og fimmgang. Mótaröðin verður á miðvikudagskvöldum klukkan 18:00 og eru dagsetningarnar eftirfarandi:
6.mars – Gæðingafimi
27.mars – Fjórgangur
27.apríl – Fimmgangur
Undirbúningur fyrir mótin mun hefjast klukkan 17:00 þessa daga og er þá öll höllin frátekin og kennsla ekki áætlað á þessum dagsetningum.
Endilega takið daganna frá!
Það er kominn ný dagskrá inn á heimasíða okkar.
https://www.hordur.is/index.php/felagid/gjaldskra
Ég vill biðja alla sem vita nú þegar að þau vilja fá nýjan lykill fyrir vetur (hafa lykillinn sinn opinn í vetur) að hafa samband við mig. Ég opna lykillinn þá til lok 2019.
Viljum að komast fram hjá því að fólk gleymir að panta lykill og stendur svo fyrir framan lokaða dýrnar eitt kaltan veðurkvöld :) Endilega sendi mér stutt mail með nafn, kt og hvernig lykill óskað er eftir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Á lykillinn er númer, hún má gjarnan fylgja með til að auðvelda þetta.
Líka er gott er að minna á að það þarf alltaf bóka reiðhöllinna þegar farið er í Reiðkennslu.
Takk fyrir og eigið góða helgi
Kveðjur
Sonja