- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, ágúst 29 2019 10:06
-
Skrifað af Sonja
Sælir hestamenn
Laugardaginn 31. ágúst fer fram flugeldasýning vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Sýningin hefst kl. 23 og ég vona að hún valdi hestunum ekki of miklum óþægindum. Annars hlakka ég til að sjá hesta og knapa í skrúðgöngunni á föstudag.
Bestu kveðjur,
Auður Halldórsdóttir
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 28 2019 21:44
-
Skrifað af Sonja
Sælir félagar
Minna á umsóknafrest í eftirfarandi sjóði:
Afrekssjóður UMSK 29. ágúst - Umsóknaeyðublöð og reglugerð sjóðsins http://umsk.is/afrekssjodur
Verkefnasjóður UMFÍ 1. október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð https://www.umfi.is/um-umfi/umsoknir-og-sjodir/
Íþróttasjóður ríkisins 1. Október – Umsóknaeyðublöð og reglugerð - https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, ágúst 28 2019 21:39
-
Skrifað af Sonja
Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 4. september kl 18 í Harðarbóli. Hulda arkitekt mun kynna fyrir okkur nýtt deiliskipulag. Ólafur Melsted skipulagsstjóri Mosfellsbæjar verður einnig á fundinum.
Nýja deiliskipulagið skiptist í 3 áfanga, en 1. og 2. áfangi verða til kynningar á fundinum. Í 1. áfanga er gert ráð fyrir 3 nýjum hesthúsalengjum austast í hverfinu, Trekbraut þar sem núverandi rúllubaggastæði er, ásamt nýrri staðsetningu fyrir rúllubaggastæði. Í 2. áfanga er gert ráð fyrir þéttingu núverandi hverfis, m.a. með hesthúsi í Naflanum, hesthúsi fyrir neðan neðra hverfið og 2 hesthúsum vestan við hesthúsin við Drífubakka.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér drögin að deiliskipulaginu sem má finna á vef Mosfellsbæjar og mæta á fundinn.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, ágúst 20 2019 14:39
-
Skrifað af Sonja
Skriftstofan er lokuð sirka næstu 2 vikur vegna fæðingaórlofs.