- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, janúar 06 2020 11:19
-
Skrifað af Sonja
Námskeið eða einkakennsla í reiðhöll
Af gefnu tilefni eru kennarar og nemendur áminntir um að nemandinn þarf að panta og greiða fyrir leigu reiðhallarinnar, sbr reglur af heimasíðu félagsins.
Reglur við leigu á reiðhöll
Félagsmaður, eða sá sem vill leigja reiðhöllina undir kennslu, þarf að panta á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Kennari sem fagaðili, ber að ganga úr skugga um að nemandi sé búinn að panta reiðhöllina. Kennara er ekki heimilt að kenna í höllinni nema að annaðhvort kennarinn eða nemandinn hafi pantað reiðhöllina og gengið frá greiðslu.
Ef félagsmaður eða reiðkennari eru uppvís að kennslu án þess að hafa gengið frá pöntun og/eða greitt fyrir leigu, áskilur félagið sér rétt til að loka reiðlyklum og senda inn greiðsluseðil með 50% sektarálagi.
Reiðhöllin er sameign okkar Harðarmanna og til þess að geta viðhaldið henni, þurfum við leigutekjur. Að greidd sé sanngjörn leiga, er hagur okkar allra.
Stjórn
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 02 2020 20:36
-
Skrifað af Sonja
Gamlársreiðin tókst vel. 60 – 70 félagar mættu og nutu veitinga og hvors annars í notalegu og fallegu umhverfi í Varmadal hjá þeim öðlingshjónum Haddý og Nonna. Veðrið var eins og að vori, hlýtt og blautt.
Við Harðarfélagar þökkum fyrir okkur.
Stjórnin
Mynd: Gúðrún Dís Magnúsdóttir (Fleiri myndir á feisbúksíða Harðar)
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 28 2019 09:25
-
Skrifað af Sonja
Áminning reiðhallarlyklar
Enn of aftur langar mig að minna á, að allar reiðhallarlyklar sem ekki voru pantaðir fyrir 2020, lokast sjálfkrafa í árslok.
Endilega sendið mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingar um nafn og kt lykilleigandin og kt borgandi.
Einnig hvort skrá á í sjálfkrafa áskrift (nýtt í boði) eða bara 1 ár eða mánuð. Einnig hvort hálfur dagur (fyrir/eftir hádegi) eða allan dagur.
Bara skuldlausir félagar geta pantað lykill.
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, desember 28 2019 09:16
-
Skrifað af Sonja
Gamlársreið - Varmárdal
Heiðurshjónin Haddý og Nonni Bobcat taka á móti Harðarmönnnum á milli kl 12 – 14. Veitingar í boði félagsins.
Sjáumst hress.
Stjórnin