- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 07 2020 15:19
-
Skrifað af Sonja
Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi: Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
Reiðhöllinni verður ekki lokað, en fjöldatakmörkun við 6 knapa hverju sinni. Það ætti ekki að vera vandamál á þessum árstíma. Á morgnana er FMOS með ½ höllina á leigu fyrir sína nemendur og og hafa því forgang með fjölda. Reiðmaðurinn hefur höllina á leigu einhverjar helgar, en samkvæmt pósti frá þeim í morgun gera þeir 2ja vikna hlé á sínum námskeiðum. Einnig biðjum við félagsmenn að fylgjast vel með dagtal reiðhallirnar á hordur.is varðandi hvenær hálfa höllinn hefur verið leigd út.
Gætum að öllum snertiflötum, hugum að almannavörnum og beitum almennri skynsemi.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, október 07 2020 15:17
-
Skrifað af Sonja
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðikudaginn 28. október nk. Fundurinn verður haldinn í Harðarbóli og hefst kl 20.00. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
- Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
- Formaður flytur skýrslu stjórnar
- Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
- Reikningar bornir undir atkvæði
- Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
- Árgjald ákveðið
- Lagabreytingar
- Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
- Önnur mál
- Fundarslit
Hömlur á hámarksfjölda á fundi sem þessum gildir til 19. okt. Verði þeim framlengt, áskilur stjórnin sér rétt til frestunar aðalfunds.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, september 23 2020 13:46
-
Skrifað af Sonja
"Ég hef unnið við hestamennsku frá 15 ára aldri og hef kynnst litrófi hestamennskunnar, ég hef fengið að fylgja þeirri þróun sem orðið hefur á reiðmennsku og velfreð hrossa. Ég var bóndi austur á héraði vel á annan áratug, ég var tilnefnd bæði sem sýnandi kynbótahrossa 2004 og fékk tilnefningu með ræktunarbú árið 2005, eftir 16 ára ræktunarstarf.
Ég fór í reiðkennaranám árið 2000 ég hef að mestu unnið við kennslu síðan ég fékk reiðkennararéttindin. Ég hef komið að kennslu á flestum stigum hestamennskunnar, fengið að kenna börnum og unglingum, byrjendum og lengra komnum. Ég hef miðlað af reynslunni minn og kennt fólki um allt land og einnig á meginlandinu. Ég hef fylgt stórum hópi keppenda á Landsmót oftar ein einu sinni og náð þar góðum árangri. Ég var kennari á Hólum í Hjaltadal um skeið og fannst mér það mikil upphefð að fá vinnu þar.
Árið 2019 fékk ég tilnefningu frá menntanefnd LH, ég er snortin yfir því að vera valin úr hópi allra þeirra kennara og reiðmanna sem eru hér á Íslandi. Töltgrúppan mín var löggð til grundvallar þegar valið átti sér stað. "
Skráning: skraning.hordur.is
Skráningafrestur, föstudagur 02.10.