Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2021-2021
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, október 27 2022 05:54
- Skrifað af Sonja
Nefndin var vel mönnuð þetta árið
-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)
-Ragnheiður Þorvaldsdóttir
- Kristinn Sveinsson
- Rakel Katrín Sigurhansdóttir
- Ásta Friðjónsdóttir
- Jón Geir Sigurbjörnsson
- Viktoría Von Ragnarsdóttir
Segja má að keppnisárið 2022 hafi verið mun fjörlegra en fyrri ár vegna ástæðu sem við ætlum ekki að fjalla nánar um hér. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.
3.vetrarmót
Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Lækjarbakkamótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.
Íþróttamót Harðar
Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 190 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda, sérstaklega þar sem við viðhald valla var til sérstakrar fyrirmyndar með nýju vallartæki í eigu Harðar.
Gæðingamót og úrtökur fyrir Landsmót
Þar sem mikil eftirvænting hafði skapast meðal hestamanna fyrir þátttöku á Landsmóti eftir óvenju langt hlé, var öllu tjaldað til. Ákveðið var að halda opið æfingamót í byrjun maí fyrir þá sem stefndu á Landsmót, sóttist mótið vel og mikil ánægja með þetta framtak.
Úrtakan sjálf var svo haldin í samstarfi við Hestamannafélagið Adam og mætti einn hestur á þeirra vegum. Úrtakan var tvöföld og gilti betri árangur hests inn á landsmót, segja má að mikið kapp var í hesteigendum að koma hver sínum gæðing inná Landsmót og þátttaka var góð.
Tölumót
Haldinn voru tvö tölumót 19.06 og 13.06 sóttust bæði mótin vel og virðast þessi mót vera festa sig í sessi hjá Hestamannafélaginu Herði.
Mótanefndin þakkar öllum sem tók þátt, keppendur, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra samveru og sjáumst hress á næsta ári.
Fyrir Hönd Mótanefndar
Sigurður Halldór Örnólfsson
Reiðveganefnd hefur til ráðstöfunar árið 2022 frá Landssambandi Hestamannafélaga
til framkvæmda við reiðvegi í Mosfellsbæ kr. 3.700.000,- og til ferðaleiða kr. 2500.000,-
Samtals til reiðvegaframkvæmda hjá Hestamannafélaginu Herði kr. 6.200.000,-
Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2022 :
Áfram var keyrt út efni og jafnað á reiðgötur um Tungubakkahringinn og vestur með
Leirvogsá norðan við Flugskýlin. Skipt um tvö ræsi á reiðvegi yfir Köldukvísl - mynd 1
Í reiðleiðir R106.22 Leirvogstungumelar og reiðleið R20.02 Kollafjarðarleið upp að
Esjumelum var keyrt út efni og það brotið og jafnað út. Á sama hátt var reiðleið R20.01
Tungubakkaleið frá Varmdalsbrú og út að Tungubakkahring unnin, efni keyrt út,
brotið og jafnað – mynd 2
Á reiðleið R10.04 Köldukvíslarleið var skipt um ræsi austan við Mosfellsveg
Á reiðleið R11.10 Skammaskarð var tekið upp pípuhlið sem hætt var að þjóna
tilgangi sínum einnig var keyrt út efni í reiðleið niður undir NorðurReyki, það brotið
og jafnað út – mynd 3
Frágangi á reiðleiðum R10.04 Köldukvíslarleið og á reiðleið R11.09 Brúarlandsleið
Í tengslum við nýjan göngu- og hjólastíg í gegnum Ævintýragarðinn er lokið og er
gamla göngubrúin nú notuð fyrir hestaumferð – mynd 4
Í sumar var lagt bundið slitlag á Hafravatnsveginn frá Úlfarsfellsvegi að Nesjavallavegi.
Ekki var lögð reiðleið samhliða þeirri framkvæmd þó allt hafi verið reynt til þess að það
yrði gert. Mosfellsbær er að láta vinna deiliskipulag fyrir reiðleið- og göngustíga með
veginum – mynd 5
Unnið er við Skógarhólaleið og haldið áfram þar sem frá var horfið í haust við Stiflisdalsvatn
og lagfæringar verða gerðar á reiðleið milli Brúsastaða og Selkots – mynd 6
Sæmundur Eiríksson október 2022