Varðandi reiðhöllina
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 24 2023 10:51
- Skrifað af Sonja
Á miðvikudögum klukkan 16-17 og sunnudögum klukkan 17-18 verða ungir afreksknapar Harðar með sérstaka tíma til að æfa sig fyrir keppni. Reiðvöllurinn er allur opinn og höllin er líka opin öðrum, þau hafa samt ákveðinn forgang og munu ríða hraðar gangtegundir meðal annars. Fólk sem kýs að nota höllina á þessum tíma þarf að hafa þetta í huga, tillitssemi á báða bóga er lykillinn að því að þetta gangi allt vel.
Hörður er með afreksstefnu og afreksstarf og því fylgja ákveðnar skyldur, að skaffa þennan tíma til æfinga er hluti af því að uppfylla þær skyldur.
Þessir ungu afreksknapar Harðar eru:
Eydís Ósk Sævarsdóttir
Oddur Carl Arason
Viktoría Von Ragnarsdóttir
Benedikt Ólafsson