- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, nóvember 26 2021 21:13
-
Skrifað af Sonja
NÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR VETURINN 2022
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta. Mæta þarf með eigin hest og búnað nema annað kemur fram.
Ef notað er frístundaávisunn hjá Mosfellsbær, er hægt að gera það í gegnum sportabler.
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Almennt reiðnámskeið minna vanir / meira vanir, 6 skipti
farið verður í:
- allan grunn, umgengni við hestinn og almenn öryggisatriði
- ásetu, sjórnun og aukið jafnvægi
- reiðleiðir, umferðareglur í reiðhöllinni og fjölbreytt þjálfun
- nemendur læri að þekkja gangtegundirnar
Hentar vel krökkum sem hafa mikinn áhuga á hestum og vilja aukinn skilning og þekkingu á almennri þjálfun ásamt því að ná lengra með hestinum sínum. Farið verður í að auka jafnvægi knapa og hests, ná yfirvegaðari og einbeittri reiðmennsku með nákvæmar og léttar ábendingar. Þrautir og leikir á hestbaki.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Ef það er lítið skráning verður bara 1 hópur. Eða 2 hópar og styttur tími.
Kennari: Petrea Ágústsdóttir
Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum í 45min, kl 17-18(minna vanir) og 18-19(meira vanir), 6 skipti.
Dagsetningar 2022:
13. janúar
20. janúar
03. febrúar
17. febrúar
24. febrúar
03. mars
Verð: 12500kr
Skráningafrestur er 07.01.2022
Pollanámskeið – teymdir og ekki teymdir 6 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum eða eru á staðnum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Fimmtudagar
BYRJAR 03.2.
03.2.
10.2.
17.2.
24.2.
03.3.
Ath: Staðsetningu: BLÍÐUBAKKAHÚSIÐ!
kl 1630-17 teymdir
kl 17-1730 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 5 skipti
Verð: 5000 kr
Keppnisnámskeið 2022 – Arnar Bjarki
12 jan
19 jan
26 jan
30 jan – bóklegt kennslu í fjarkennslu
2 feb
9 feb
16 feb
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á stjórnun knapans á líkamlegu og andlegu jafnvægi hestsins og hvernig gott jafnvægi bætir gangtegundirnar. Einnig verður farið yfir uppbyggingu þjálfunar og þjálfunarstundar og tekur kennslan mið af hverju og einu pari. Kennt verður í einkatímum, 30 mínútur í senn. Verkleg kennsla hefst miðvikudag12. janúar. ATH: Hver knapi getur bara skrá sig með einum hesti, enn möguleiki að skrá sig á biðlista ef eitthvað losnar í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kennari: Arnar Bjarki Sigurðarson
Arnar Bjarki er menntaður sem reiðkennari frá Hólum, hefur starfað sem þjálfari U21 landsliðsins í hestaíþróttum ásamt að hafa þjálfað yngri knapa með miklum árangri.
Pláss fyrir 12 krakkar.
Verð 27.500 kr
Skráningafrestur 02.01.2022
Fimleikar á hestbaki
Á námskeiðinu gerum við skemmtilegar fimleika æfingar á hestbaki sem bæta jafnvægi, styrk og líkamsvitund sem og auka kjark og sjálfstraust í kringum hesta. Börnin fá þæg hross til afnota og vinna í pörum þar sem annar hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis, en við byrjum námskeiðið á því að æfa okkur í að hringteyma hest. Börnin mæta með hjálm í tíma.
Max 6 manns
Kennt verður á föstudögum kl 17-18 (ath dagsetningar!)
Dagsetningar
28jan / 04feb / 11feb / 04mars / 11mars / 01april
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 12.500 kr
Skráningafrest Sunnudag 16.01.2022
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler og opna 28.11.
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Námskeið fræðslunefndar 2022
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.
TAKMARKAÐ PLÁSS Á FLEST NÁMSKEIÐ!
Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir minna vanir
Áseta knapans er eitt því mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og siðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur síður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér að sínum eigin líkama og ásetu án þess að þurfa að stjórna hestinum. Á námskeiðinu gerum við æfingar aðallega á hesti en líka á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Nemendur fá hest til afnota og þurfa bara að mæta með hnakk og hjálm. Max 6manns.
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 18:00
Dagsetningar 2022:
18. janúar
25. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
22. febrúar
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
Skráningafrestur er 14.01.2022
Grunnþjálfun unga hestsins
Á námskeiðið er unnið í að bæta svörun grunnábendinga og auka samspil ábendinga, meðal annars í gegnum léttar hliðagangsæfingar. Gangsetning er hafin og ganglag hestsins ræður þvi hversu langt er náð með töltið. Unnið er með hrossin bæði undir hnakk og við hendi með markmiðið að bæta líkamsbeitingu og búa til grunnin fyrir endingagóðan og skemmtilegan reiðhest. Hrossið þarf að vera orðið reiðfært og laust við vandamál eins og hrekki, kergju og rokur svo námskeiðið nýtist sem best.
Þriðjudagar, 6 skipti, Kl 19-20
Dagsetningar:
18. janúar
25. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
22. febrúar
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr
Hringteymingar- og brokkspíruþjálfun
Hringteymingarvinna eru frábær tilbreyting í þjálfun hestsins sem stuðlar að bættu jafnvægi, auknum sveigjanleika og réttri vöðvauppbyggingu. Farið verður í hvernig hægt er að notast við hringteymingarvinnu til þess að þjálfa auga knapans við að greina misstyrk og líkamsbeitingu hestsins, ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu jafnvægi. Jafnframt hefur brokkspíru- og hindrunarstökksþjálfun fjölmarga ávinninga, s.s. að auka liðleika, styrk og samhæfingu. Slík þjálfun hvetur hestinn til þess að teygja á yfirlínunni, virkja kvið- og kjarnvöðva og hefur einnig jákvæð andleg áhrif þar sem hesturinn verður einbeittari, öruggari og jákvæðari.
Farið er í grunnatriði hringteymingarþjálfunar, notkun hringtaumsbúnaðar og í framhaldi af því í notkun á brokkspírum og litlum hindrunum.
Nemendur mæta með eigin hest og búnað á hestinn. Búnað sem þarf að koma með í fyrsta tíma er snúrumúll, vaður, hringtaumsmúll eða multibridle, reiðtaumur og reiðpískur.
Hámark 3 nemendur í hverjum hóp, 6 skipti.
Þriðjudagar, 6 skipti, kl. 20-21.
11.janúar
18.janúar
25.janúar
01.febrúar
08.febrúar
15.febrúar
Kennari verður Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir
Verð: 29000 kr
Skráningafrestur 3.1.2022
Vinna við hendi
Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki.
Vinna við hendi hjálpar til við bæta samhæfingu þjálfarans og gefur honum færi á því að sjá hvernig hesturinn bregst við ábendingum og hreyfir fæturnar. Jafnframt hefur slík vinna afar jákvæð áhrif á samband manns og hests, eykur gagnkvæma virðingu og styrkir leiðtogahlutverkið. Farið verður í notkun fimiæfinga frá jörðu og hvaða ávinning þær hafa fyrir hestinn.
Nemendur mæta með eigin hest og búnað. Búnað sem þarf að koma með í fyrsta tíma er snúrumúll, vaður, beisli, reiðtaumur og reiðpískur. Hámark 5 nemendur saman í hverjum hóp, 6 skipti.
Þriðjudagar, 6 skipti, kl. 21-22.
11.janúar
18.janúar
25.janúar
01.febrúar
08.febrúar
15.febrúar
Kennari verður Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir
Verð: 19000 isk
Skráningafrestur 3.1.2022
Töltnámskeið
Lögð verður áhersla á ásetu og stjórnum. Form, mýkt, jafnvægi og samspil ábendinga.
Kennt verður í 6 skipti á föstudögum á föstum dagsetningum kl 18:00
Dagsetningar 2022:
28jan / 04feb / 11feb / 04mars / 11mars / 01april
Kennari verður Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 19.000 kr
Skráningafrestur 23.1.2022
Einkatímapakki með Anton Páll Níelssýni
Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.
Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.
Einkatímar 2x45min
Dagsetningar (Þriðjudagar):
11.janúar
25.janúar
Tímar eru frá kl 11 til 18 og viljum við biðja þá sem geta velja tíma snemma á daginn að velja það og leyfa hinum sem komust bara seinna á dag að fá aðgang á þeim tíma.
Skráðar nemendur geta skráð sig svo við framhald 8. og 22. febrúar og hafa forgang þar.
Verð: 30000isk
Einkatímapakki með Ingunn Birna Ingólfsdóttir eða Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Námskeið sérsniðað á hvern og eitt nemandi.
5x30min einkatímar - dagsetningar og tímasetingar eftir samkomulag enn aðallega eru lausar tíma fyrr á daginn – litill laus í reiðhöllinni um kvöldið. Endilega hafið samband í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við tökum stöðuna.
Verð 27000 - Skráning í gegnumThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Skráning á flest námskeið fara fram í gegnum Sportabler og opna 28.11.
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Helgarnámskeið 2022 – ekki hægt að skrá ennþá
21.-23. janúar Helgarnámskeið með Hinrik Sigurðsson
29.-30. janúar 2022 Sirkusnámskeið Ragnheiður Þorvalds
18.-20. febrúarHelgarnámskeið með Hinrik Sigurðsson
19. mars Keppnisþjálfun með Þórarinn Eymundsson 1/2
02. april Keppnisþjálfun með Þórarinn Eymundsson 2/2
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 25 2021 16:22
-
Skrifað af Sonja
ATH: Skráning fer fram í gegnum email
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fullt nafn og kennitala - hvaða stig (1 eða 2) - ég svara svo hvernig greiðsln fer fram
Það er takmarkað pláss - fyrstur kemur fyrstur fær.
Knapamerki 3 og 4 verða auglýst síðar.
Knapamerki 1 – Námskeið - bóklegt og verklegt
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geta farið á og af baki beggja megin
- Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
- Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 10 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf),
Námskeið byrjar á bóklega tíma 10.janúar 2022 Kl 1700-1830, Aldurstakmark er 12 ára.
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
10.1. og 13.1. kl 1700-1830
Bóklegt próf mánudaginn 17. janúar 2022 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar á mánudögum kl 17-18
7. / 14. / 21. / 28. Febrúar 2022
07. / 14. / 21. / 28. Mars 2022
Verklegt Próf: 04april2022 Kl 17-18
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og fara um á brokki án vandarmála.
Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: Ungmenni 35.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 45.000 krónur með prófi og skírteini
Knapamerki 2 – bóklegt og verklegt
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum og léttri taumsambandi
- Grunnskilningur fyrir samspil ábendinga
-Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
-Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 13 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf).
Námskeið byrjar á bóklega tíma 10.janúar 2022 Kl 1830.
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
10.1. og 13.1. kl 1830-2000
Bóklegt próf mánudaginn 17. janúar 2022 – í Hardarboli Kl 1800-1900
Verklegar tímar á mánudögum kl 16-17
7. / 14. / 21. / 28. Febrúar 2022
07. / 14. / 21. / 28. Mars 2022
Verklegt Próf: 09maí2022 Kl 16-17
Kröfur til knapans: Það þarf að vera búin með bóklega Knapamerki 1.
Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að fara um á brokki án vandarmála og einnig þarf að geta riðið tölt.
Kennari : Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: Ungmenni 42.000 krónur með prófi og skírteini
Verð: Fullorðnir 50.000 krónur með prófi og skírteini