- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, október 12 2023 14:46
-
Skrifað af Sonja
Stjórn LH óskar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu.
Til viðmiðunar má hugsa sér að við komandi sé eitt eða allt af eftirfarandi:
· Er virkur í félagsstarfinu og dregur aðra með sér
· Hefur rifið upp félagsstarfið í sínu félagi
· Er brautryðjandi í félagsstarfinu
· Hefur mikil áhrif á heildarhagsmuni síns félags og félagsmanna þess
· Hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið sitt til lengri tíma.
Tillögur sendist til miðnæsttis 14.okt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, október 10 2023 11:05
-
Skrifað af Sonja
Stjórn langar að kalla saman alla þá sem hafa starfað í nefndum síðast liðið ár og vilja taka þátt í nefndastarfi með okkur næsta tímabil, til fundar klukkan 18 fimmtudaginn 12. október í Harðarbóli.
Tilgangurinn er að fara yfir starf nefndanna og stilla saman strengi fyrir starfið komandi starfsár og ræða almennt málin, borða saman og eiga skemmtilega stund.
Starfandi nefndir félagsins eru eftirfarandi:
- Fræðslunefnd
- Mótanefnd
- Kynbótanefnd
- Fræðslunefnd fatlaðra
- Reiðveganefnd
- Árshátíðarnefnd
- Heldri menn og konur
- Hesthúseigendafélag
- Umhverfis og mannvirkjanefnd
- Kvennaferðanefnd
- Ferðanefnd (ómönnuð eins og er)
Við óskum eftir að fólk skrái sig í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , formenn nefnda skrá sitt fólk.