- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 20:25
-
Skrifað af Sonja
Stefnumótunarfundur var haldinn sl laugardag í Harðarbóli. Fundinum stjórnaði Runólfur Smári prófessor og hestamaður.
Fyrri hlutann nýttum við í hugmyndir um hvar og hvernig hestamannafélagið væri eftir 20 ár og í seinni hlutanum skiptumst við í 3 hópa og ræddum Umhverfismál - Skipulagsmál - Innra starf. Margar góðar hugmyndir komu fram og munu þær verða sendar stjórn, sem tekur næstu skref.
Sú vinna verður kynnt á heimasíðu félagsins og öllum félagsmönnum boðið að koma með fleiri hugmyndir. 24 félagar mættu á fundinn.
kv HákonH
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 20:24
-
Skrifað af Sonja
Ístakshringurinn hefur verið lokaður í nokkra daga vegna framkvæmda, en verður opnaður aftur eftir viku til 10 daga.
kv HákonH
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 20:23
-
Skrifað af Sonja
Að undanförnu hafa verið umræður um graðhesta í hesthúsahverfi. Hef ekki fundið neinar sérstakar reglur um slíkt, en í 6. gr laga um búfjárhald segir:
Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ber umráðamaður búfjár ábyrgð á að svo sé.
Eigandi er alltaf ábyrgur fyrir tjóni sem hestur í hans eigu veldur og því er eigandi graðhests ábyrgur ef hesturinn fyljar meri án vilja eiganda merarinnar. Í sameiginlegum gerðum eða aðliggjandi gerðum er eðiliegast að gera með sér samkomulag um hvenær hægt sé að hafa graðhesta úti og aldrei má skilja þá eftir án umsjár, nema með sérstöku leyfi annarra sem nýta gerðið. Með gagnkvæmri tillitssemi ætti þetta að vera „lítið“ mál.
kv
HákonH
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, apríl 16 2018 13:14
-
Skrifað af Sonja
Hver er lykillinn að réttum höfuðburði, yfirlínu, burði og líkamsbeitngu hests?
Sýnikennsla laugardaginn 21. Apríl kl. 178-19:00 í Reiðhöll Harðar. Allir velkomnir.
Peter De Cosemo enskur reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar laugardaginn 21. Apríl kl. 17-19:00. Peter hefur starfað sem reiðkennari í 40 ár og unnið að þjálfun, kennslu og dómsstörfum víða um heim. Hann hefur reynslu af öllum stigum reiðmennskunar og hefur s.l. ár haldið námskeið eða sýnikennslu hérlendis u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Hann þekkir því vel til íslenska hestsins og er fengur fyrir Harðarfélaga að fá hann til okkar.
Peter vill að sýnikennslu lokinni gjarnan efna til samræðu við gesti og býður upp á spurningar og svör yfir kaffibolla eftir sýnikennsluna.
Viðburðurinn er öllum opin og aðgangseyrir er 1.000 krónur.

