- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, maí 20 2019 08:55
-
Skrifað af Sonja
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst þri. 18. júní nk. Þetta er kjörið fyrir þá sem hafa lokið knapamerkjunum og eða eru að taka knapamerkin en það er sérnámshlutinn sem LH viðurkennir.
Endilega hvetjið ykkar félagsmenn til þátttöku í þessu vinsæla námi sem er í takt við áherslur íþróttahreyfingarinnar um menntun íþróttaþjálfara.
Það að hafa fleiri þjálfara/reiðkennara eða aðstoðarmenn reiðkennara í reiðskólum og aðstoðarmenn á tamningastöðvum með þessa menntun er t.d. meiri möguleiki á að geta fengið þær styrkveitingar sem sótt er um t.d. dæmist til sveitarfélaga en þar er horft til menntunar starfsmanna í þeim verkefnum sem sótt er um fyrir. Meiri menntun starfsmanna/aðstoðarmanna í reiðskólum og tamningastöðvum stuðlar að meiri fagmennsku í greininni.
Sjá í viðhengi auglýsingu fyrir sumarfjarnámið og hér eru nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/
Landsamband hestamannafélaga
- Nánar
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 17 2019 15:28
-
Skrifað af Sonja
Heldri hestamenn og konur.
Lokahóf
Reiðtúr - Grillveisla.
Dagurinn er fimmtudagur 30. maí 2019
Reiðtúrinn🐎
Lagt verður upp frá reiðhöllinni kl. 17:00
Við ríðum til Gísla í Dalsgarði þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og "músikk"
Gert er ráð fyrir að reiðtúrinn með áningu taki ca.tvo tíma.
Grillveisla.
Harðarból opnar kl. 19:30
Borðhald hefst kl. 20:00
MENU:🍽
Grillað lambafile borið fram með gratineruðum kartöflum, bernisósu, salati og grilluðu grænmeti.
Kaffi og sætt.
🍷🍺🍷
Við getum tekið með okkur drykki en einnig verður barinn opinn og drykkir seldir á sanngjörnu verði.
Tindatríóið
mætir á svæðið kl 21:00 og skemmtir okkur af sinni alkunnu snilld.
Ingimar Sveinsson
sá landskunni hestamaður fer með gamanmál.
Guðmundur Jónsson🎹
verður að venju með nikkuna við innganginn.
Hákon formaður Harðar🎸
mætir með gítarinn og stjórnar fjöldasöng.
Verð kr. 3500 kr ( posi á staðnum )
Þátttaka tilkynnist hjá
Sigríði Johnsen á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
eða í síma 896-8210
í síðasta lagi laugardaginn 25. maí.
Lífið er núna - njótum 😊