- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, mars 15 2020 20:17
-
Skrifað af Sonja
Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett á næstu 4 vikurnar þá hefur öllum keppnum og sýningum á vegum Harðar verið aflýst næstu 4 vikurnar, þ.m.t. Vetrarmótunum og Hrímnismótaröðinni.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, mars 14 2020 21:05
-
Skrifað af Sonja
Í ljósi þess að almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna COVID-19 veirunnar, viljum biðja félagsmenn að sýna þolinmæði, en einnig að taka tillit hvor til annars. Í reiðhöllinni, hvort sem er á námskeiðum eða í æfingum, að halda ákveðinni fjarlægð á milli manna, að fólk í sóttkví noti ekki reiðhöllina og fer eftir reglum landlæknis og það sama gildir um heimilisfólk þeirra sem eru í einangrun vegna veirusmits.
Með samvinnu komumst við í gegnum þessa erfiðu tíma og gleymum ekki að brosa.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 11 2020 13:32
-
Skrifað af Sonja
vegna veikinda kennara detta tíma út og því er höllinn öll opið!
- Nánar
-
Skrifað þann Þriðjudagur, mars 10 2020 20:10
-
Skrifað af Sonja
Á ársþingi UMSK 3. mars sl var Fríðu veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til félagsmála hjá Herði. Fríða hefur lagt mikið af mörkum og þar ber hæst framlag hennar til Fræðslunefndar fatlaðra. Fullyrða má að reiðskóli fatlaðra væri ekki starfræktur í dag ef ekki hefði komið til hennar þrotlausa starf. Óskum við Fríðu innilega til hamingju með Félagsmálaskjöld UMSK og erum að sjálfsögðu mjög stolt af Fríðu.