- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 03 2021 14:52
-
Skrifað af Sonja
Aftur á bak er námskeið fyrir þá reiðmenn sem hafa misst kjarkinn / orðið hrædd -ir á einhverjum tímapunkti í sinni hestamennsku. Ástæðurnar geta verið margskonar, dottið af baki , eignast börn eða kjarkurinn/ hræðslan bara bankað uppá.
Oddrún hefur mikla reynslu á námskeiðum sem þessum og mun kennslan á þessu námskeiði vera á forsendum hvers og eins nemanda og öryggið alltaf í fyrirrúmi.
Hámark 4 i hóp.
Kennari: Oddrun Ýr
Kennt verður á mánudögum kl 1930
18. janúar
25. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15 febrúar
22 febrúar
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 30 2020 15:21
-
Skrifað af Sonja
Vegna sóttvarnarreglna verður engin Gamlársreið á vegum félagsins.
Gleðilega hátíð og gætum vel að dýrunum okkar í komandi sprengjuregni.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 28 2020 16:29
-
Skrifað af Sonja
Árlega er valinn ræktunarmaður Harðar og hlýtur hann að launum áletraðann farandbikar til varðveislu í eitt ár. Nú er leitað að ræktunarmanni Harðar 2020 en til að koma til greina þarf hross ræktað af félagsmanni að hafa verið sýnt í kynbótadómi á árinu 2020.
Vitað er um eitt hross í eigu félagsmanns sem hlaut 8,61 í aðaleinkunn kynbótadóms á árinu 2020. Þeir sem eiga hross sem hlotið hefur hærri einkunn eiga að sjálfsögðu tilkall til bikarsins og eru þeir beðnir að hafa samband við Hinrik Gylfason í síma 8939919 fyrir lok janúar 2021
- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, desember 27 2020 11:03
-
Skrifað af Sonja
Flest námskeið eru komnar inn á
Námskeið fyrir börn
Námskeið fullorðnir
Skráning fer fram í gegnum skraning.sportfengur.com en það liggur enn niðri svo um að senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að tryggja sér pláss :)