Æfingamót Harðar - Skráning lýkur þriðjudagskvöld
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, maí 09 2022 22:15
- Skrifað af Sonja
Á 98. ársþingi UMSK í liðinni viku hlaut hestamannafélagið Hörður hvatningarverðlaun UMSK 2021 fyrir starf fræðslunefndar fatlaðra. Verðlaununum fylgir peningastyrkur og erum við ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á frábæru starfi á reiðnámskeiðum fatlaðra sem borið er uppi af fræðslunefndinni og sjálfboðaliðum og rekið með styrkjum.
Á myndinni eru Jón Geir Sigurbjörnsson stjórnarmaður og Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar að taka við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Sigurbergssonar formanni UMSK.
Á laugardaginn 7. maí er FÁKSREIÐIN. Lagt af stað frá Naflanum kl. 13:00 Frábær hefð og við fjölmennum auðvitað eins og venjulega.
Fáksfélagar eru þegar farnir að undirbúa veitingar fyrir okkur og munu ríða á móti okkur. Ragnar Lövdal verður farastjóri.
Hlökkum til
Ferðanefndin