Keppnismót fatlaðra ungmenna 2011

Keppnismót fatlaðra ungmenna verður haldið föstudaginn 27. maí 2011
kl. 17:00 í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ.

Keppnin er fimimót og er haft til viðmiðunar keppnisreglur frá

alþjóðlegum samböndum sem sérhæfa sig í keppnishaldi fyrir fatlaða
reiðmenn eða International Para-Equestrian Association.  Keppt er í
mismunandi fötlunarflokkum. Mótið er haldið í fyrsta sinn á Íslandi og
verður vonandi hvatning fyrir alla þá sem eiga við einhvers konar
fötlun að stríða og hafa áhuga á hestamennsku sem keppnisíþrótt meðal
annars.

Nánar...

Aðstoðarmenn óskast á reiðnámskeið

Okkur vantar galvaska og hressa aðstoðarmenn til að aðstoða á
reiðnámskeiði fyrir fatlaða sem eru nú í fullum gangi!
Ef þú getur lagt okkur lið í klukkutíma mánudaga EÐA föstudaga  15:30
- 16:30 þá myndum við endilega vilja heyra í þér :)

Hafið samband ef þið viljið aðstoða okkur eða vitið um einhverja sem
hugsanlega hefðu getu og áhuga.

Fræðslunefnd fatlaðra
s: 8997299

Reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun

thumb_kafagrasHestamannafélagið Hörður býður upp á 5 vikna reiðnámskeið í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ fyrir börn og ungmenni með fötlun í samstarfi við Hestamennt ehf.

Fyrir hverja er námskeiðið:
Öll börn og ungmenni sem eiga við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

Markmið námskeiðsins:

Nánar...