- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 15 2022 10:19
-
Skrifað af Sonja
Að bæta hestinn sinn í hendi.
Farið stig að stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskiptakerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegann og sveigjanlegan. Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
6 skipti
Fimmtudaga kl 18-19
Dagsetningar
19.1.
26.1.
9.2.
16.2.
23.2.
2.3.
Verð: 22 000 kr
Skráning opnar í sportabler í kvöld (15.12.) kl 20:00
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, desember 15 2022 09:29
-
Skrifað af Sonja
Árlega áminning :)
Reiðhallarlyklar!
Fyrir alla sem eru ekki skráð í sjálfkrafa endurnýjun um áramót og vilja fá lykill 2023 - bið ég um að senda email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að endurnýja lyklana sína fyrir 2023.
***Við minnum alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann sem skráður er fyrir lyklinum.***
Upplýsingar sem senda þarf að senda inn
1. Nafn og kennitala eiganda
2. kennitala borganda ef ekki sama og 1.
3. hvernig áskrift
Bara skuldlausir félagar geta kaupa sér aðgang að reiðhöllinni.
Það verður lokað á ógreidda lykla.
Bannað er að lána lykillinn.
Nauðsynlegt er að kynna sér reglunar áður farið er að nota reiðhöllina!
Reiðhöll (hordur.is)
Gjaldskrá:
https://hordur.is/index.php/felagid/gjaldskra
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, desember 14 2022 10:08
-
Skrifað af Sonja
Nú er komið að tilnefningu Harðar til Íþróttakonu og
Íþróttakarli Mosfellsbæjar 2022.
Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2022.
Útnefning íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2022 fer
fram í byrjun janúar 2023
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 18. desember 2022.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Mosfellsbæjar 2022.
Ath: Greinagerð þarf að vera að hámarki 80 orð.
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
* Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)
* Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
* Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun,
félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi
einstakling
* Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
* Símanúmer og email hjá viðkomandi.
* Lögheimili í Mosfellbæ
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!!
- Nánar
-
Skrifað þann Mánudagur, desember 12 2022 18:50
-
Skrifað af Sonja
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtogaæfingar með hestinn. Nemendur
æfa að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra
lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu.
Fá virðingu og fanga athygli hanns. Fá hestinn rólegan, færanlegann og
samstarfsfusann. Unnið er með hestinn í
hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið
er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Þáttakendur þurfa að vera allavega 12ára
Dagsetning: 14. og 15.janúar 2023
Verð: 12000kr
Minnst 8 max 12 manns :)
Skráning opnar kl 20:00 þriðjudag 13.12.2022 á
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur