- Nánar
-
Skrifað þann Fimmtudagur, janúar 25 2018 11:39
-
Skrifað af Sonja
Pollanámskeið – teymdir- 6 skipti
Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir. Foreldrar teyma undir börnunum. Höfum gaman saman með hestinum. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Mánudaga kl 1630 byrjar 5. Febrúar
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er lagardagur 27.januar.
Verð: 2.000 kr
Pollanámskeið – ekki teymdir – 6 skipti
Fyrir þá sem eru tilbúnir að byrja að stjórna sjálfir. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og stjórnun hestsins í gegn um leik og þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Dagsetningar Mánudaga kl1700 byrjar 5. Febrúar.
Kennt einu sinni í viku í hálftíma
Skraning á skraning.sportfengur.is - Skráningafrestur er lagardagur 27.januar. Takmörkuð pláss.
Verð: 2.000 kr
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2018 20:12
-
Skrifað af Sonja
Leó er atvinnujárningarmaður og ætlar hann að fræða okkur um hófhirðu og járningar
Fimmtudagskvöldið 25.janúar Kl19:00
í anddyri Reiðhallarinar. Fræðsluerindi er FRÍTT!
Mjög gott tækifæri fyrir alla hesteigendur að fræðast meira um hófhirðu og járningar og hvað þarf að hafa í huga þegar hesturinn er tekinn á hús, hvernig heilbrigðir hófar eiga að líta út, hvernig við viljum hafa járningu og hvenær þarf að járna hestinn upp.
Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kaffi í boði. Frítt inn.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2018 10:09
-
Skrifað af Sonja


- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 24 2018 09:59
-
Skrifað af Sonja
Kæru knapar, sýnendur og dómarar ATH
Minnum á fræðslukvöld/málþing nú á fimmtudagskvöld 25 jan kl.19.30 í Harðarbóli Mosfellsbæ
um áherslur og hvað er til grundvallar í dómum á skeiði í íþrótta-gæðinga og kynbótadómum.
FT félag tamningamanna og LH landsamband hestamanna halda opið fræðslukvöld/málþing fimmtudagkvöldið 25 jan. um dómgæslu/útfærslu á skeiði í íþróttakeppni, gæðingakeppni og kynbótadómi. Fulltrúar dómarafélsga, knapa og fræðimanna halda ca 10 mín tölu hver og svo verða umræðuhópar, spurningar og orðið laust.
Dagskrá
frummælendur ca. 10 mín hver
Gunnar Reynisson kennari LBH
Þorvaldur Kristjánsson RML
Gísli Guðjónsson GDLH
Fulltrúi HÍDÍ
Sigurður Ævarsson keppnisnefnd LH
Þórarinn Ragnarsson Knapi
Guðmundur Björgvinsson Knapi
Umræður
Spurningum svarað
orðið laust
Stjórnir FT og LH