- Nánar
-
Skrifað þann Sunnudagur, janúar 20 2019 17:49
-
Skrifað af Sonja
Okkur hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri langar til að bjóða Harðarmönnum heyefnagreiningar á sérstöku tilboðsverði núna í janúar og febrúar. Þið fáið greiningarnar á 10% afslætti frá auglýstu verði.
Rósa Emils verður í Reiðhöllinni hjá ykkur á miðvikudagskvöldið 23. jan kl 19 og tekur á móti heysýnum.
Rétt er að benda á að ef þið eruð í einhverjum vandræðum með að opna linkinn http://efnagreining.is/?p=59 þá eru allar upplýsingar t.d um pökkun sýnum, sýnastærð og verð á heimasíðu okkar efnagreining.is ásamt sýnishorni. (Niðurstöðublaði úr eigin hesthúsi)
Efnagreining ehf.
s.6612629
efnagreining.is
- Nánar
-
Skrifað þann Laugardagur, janúar 12 2019 09:15
-
Skrifað af Sonja
Nú stendur yfir íbúakosning á íbúagátt Mosfellsbæjar á Íþróttakarli og Íþróttakonu Mosfellsbæjar 2018.
www.mosfellsbaer.is/thjonusta/ithrotta-og-tomstundastarf/ithrottafelog/utnefning-a-ithrottakarli-og-ithrottakonu-2018/
Tilnefnd frá Herði eru: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Reynir Pálmason. Harðarfélagar búsettir í Mosfellsbæ eru hvattir til þess að kjósa.
Stjórnin
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 02 2019 20:58
-
Skrifað af Sonja
Enn og aftur vill ég minna fólk á að senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að endurnýja reiðhallarlykill sinn fyrir 2019! Fram þarf að koma kennitala lykilleiganda, kennitala greiðanda og hvernig lykill óskað er eftir. Opnað er eftir bestu getu innan 48 tíma eftir að ósk var send inn.
- Nánar
-
Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 02 2019 20:57
-
Skrifað af Sonja
Við erum mjög stolt af því hvað eldri félagar Harðar eru virkir. Hópurinn hittist reglulega og á yndislega samveru með mat, söng og skemmtiatriðum.
Jólakvöldið var haldið fimmtudaginn 13. des sl. og mættu vel á annað hundrað manns og skemmtu sér konunglega. Salurinn fallega skreyttur, maturinn mjög góður með heimalöguðum jólaís í eftirrétt. Karlakórinn Stefnir söng og Hans blés í saxafón, auk fjölasöngs.
Stjórnin á þakkir skildar, en stjórnina skipa: Sigríður Johnsen formaður, Konráð Adolphsson og Þuríður Yngvadóttir.
Þorrablótið verður haldið í Harðarbóli fimmtudaginn 7. feb nk.
